Heyrt kjaftasögurnar um eldri mennina sem stýri henni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2024 07:00 Kristrún fer um víðan völl í Einkalífinu, ræðir á hispurslausan hátt um æskuna í Fossvoginum og hvernig hún fann sig óvænt í þeirri stöðu að vera orðin formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Þar fer Kristrún yfir víðan völl, ræðir æskuna í Fossvoginum, árin sem hún lærði spænsku í San Sebastián og kynntist fyrstu ástinni. Þá lýsir hún fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og því hvernig hefur tekist að samþætta fjölskyldulífið með þingmanns- og formannsstörfunum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kristrún Frostadóttir Ræðir við fólk þvert á flokka Kristrún ræðir líka sínar helstu fyrirmyndir í stjórnmálum. Þar nefnir hún félaga sína sem eru formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum en líka gamla formenn Samfylkingarinnar líkt og Margréti Frímannsdóttur, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún svarar líka spurningum um vinskap sinn við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Hún segir þeim vel til vina, þau hafi kynnst í gegnum Arctic Circle á sínum tíma. Hún bendir á að hún tali líka við Guðna Th. Jóhannesson núverandi forseta og miklu fleiri. „Ég tala alveg við Ólaf Ragnar en ég tala líka við Guðna og allskonar fólk og þvert á stjórnmálaflokka. En ég hef alveg heyrt þessar sögur, að það sé einhver á bakvið mig og þetta eiga aðallega að vera eldri karlmenn sem eru að stýra mér. Það þykir rosalega vinsæl kenning, sem er auðvitað bara hlægilegt,“ segir Kristrún. „Ég auðvitað leita mér ráða hjá reynslumiklu fólki en það er alveg þvert á hið pólitíska landslag og það er líka bara þvert á aldur, og kyn og reynslu og allt þetta. Þú auðvitað bara tekur inn allskonar upplýsingar en í lok dags þá tekur maður ákvörðun sjálfur á eigin forsendum.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Alþingi Samfylkingin Ástin og lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Kristrún er gestur. Þar fer Kristrún yfir víðan völl, ræðir æskuna í Fossvoginum, árin sem hún lærði spænsku í San Sebastián og kynntist fyrstu ástinni. Þá lýsir hún fyrstu kynnum sínum af eiginmanni sínum og því hvernig hefur tekist að samþætta fjölskyldulífið með þingmanns- og formannsstörfunum. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Kristrún Frostadóttir Ræðir við fólk þvert á flokka Kristrún ræðir líka sínar helstu fyrirmyndir í stjórnmálum. Þar nefnir hún félaga sína sem eru formenn jafnaðarflokkanna á Norðurlöndum en líka gamla formenn Samfylkingarinnar líkt og Margréti Frímannsdóttur, Össur Skarphéðinsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Hún svarar líka spurningum um vinskap sinn við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Hún segir þeim vel til vina, þau hafi kynnst í gegnum Arctic Circle á sínum tíma. Hún bendir á að hún tali líka við Guðna Th. Jóhannesson núverandi forseta og miklu fleiri. „Ég tala alveg við Ólaf Ragnar en ég tala líka við Guðna og allskonar fólk og þvert á stjórnmálaflokka. En ég hef alveg heyrt þessar sögur, að það sé einhver á bakvið mig og þetta eiga aðallega að vera eldri karlmenn sem eru að stýra mér. Það þykir rosalega vinsæl kenning, sem er auðvitað bara hlægilegt,“ segir Kristrún. „Ég auðvitað leita mér ráða hjá reynslumiklu fólki en það er alveg þvert á hið pólitíska landslag og það er líka bara þvert á aldur, og kyn og reynslu og allt þetta. Þú auðvitað bara tekur inn allskonar upplýsingar en í lok dags þá tekur maður ákvörðun sjálfur á eigin forsendum.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Alþingi Samfylkingin Ástin og lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira