Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 12:54 Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartaði til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í maí síðastliðnum. Vísir/Dúi/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni. Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni.
Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira