Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2024 12:54 Védís Eva Guðmundsdóttir lögfræðingur Náttúruverndarsamtaka Íslands kvartaði til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í maí síðastliðnum. Vísir/Dúi/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni. Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni. Þar segir að í maí 2023 hafi ESA borist kvörtun vegna hvalveiða á Íslandi. Kvörtunin hafi byggt á því að leyfi sem stjórnvöld hafi veitt til hvalveiða vegna tímabilsins 2023 bryti í bága við tiltekin ákvæði EES-samningsins. Fréttir bárust af því í maí síðastliðinn að Náttúruverndarsamtök Íslands hafi kvartað til ESA. „Þetta er í raun liður í mótmælum Náttúruverndarsamtakanna gegn aðgerðarleysi stjórnvalda, sem heimila þessar veiðar, þrátt fyrir niðurstöður um að dýravelferð sé ekki sinnt,“ var haft eftir Védísi Evu Guðmundsdóttur lögfræðingi um málið í maí. Reglur EES má ekki utan um veiðar á hvölum Í tilkynningunni frá ESA segir nú að í kvörtuninni hafi verið settar fram ábendingar varðandi leyfisveitinguna, einkum á þeim grunni að hún tæki ekki nægilegt tillit til velferðar dýra eða hollustuhátta matvæla. „Eftir yfirferð upplýsinga varðandi kvörtunina hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. Hvað varðar hugsanleg brot vegna reglna um dýravelferð, þá þarf að líta til þess að slíkar reglur EES samningsins ná ekki utan um veiðar á sjávarspendýrum, svo sem hvölum. Málið fellur því utan gildissviðs EES samningsins og ESA mun ekki taka málið til skoðunar að þessu leyti. Sá þáttur kvörtunarinnar sem varðaði ætluð brot á reglum um hollustuhætti matvæla sneri að opinberu eftirlit á sviði matvæla- og dýraheilbrigðis og hugsanlega annmarka á hollustuháttum við framleiðslu matvæla á starfsstöð. Það er á ábyrgð viðkomandi yfirvalda að tryggja að starfsstöðvar uppfylli skilyrði EES samningsins og viðkomandi reglna hverju sinni. ESA hefur eftirlit með opinberum aðilum og tryggir að þeir starfi í samræmi við EES reglur. Með vísan til framangreinds er það niðurstaða ESA að ekki séu skilyrði til þess að fara lengra með málið og ákvörðun hefur verið tekin um að loka því,“ segir í tilkynningunni.
Hvalveiðar Hvalir EFTA Stjórnsýsla Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira