Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 09:13 Haraldur F. Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Til hægri má svo sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20