Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir stóð sig mjög vel og fær nú í fyrsta sinn að keppa á undanúrslitamóti fullorðinna. @bergrosbjornsdottir Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur. Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti