Vitni greinir frá ráðabruggi og lögmaður Trump fær viðvörun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 07:28 Teikning af Trump í dómsal í gær. Þess má geta að forsetinn fyrrverandi hefur verið afar óánægður með það hvernig hann hefur verið teiknaður. AP/Elizabeth Williams David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóri National Enquirer, bar vitni fyrir dómstól í New York í gær, þar sem hann greindi frá því að hafa lagt á ráðin um að svæfa óþægilegar fréttir fyrir Donald Trump í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Pecker greindi meðal annars frá fundi sem hann átti með Trump og þáverandi lögmanni hans Michael D. Cohen, þar sem mennirnir ræddu hvað hann gæti gert til að styðja við kosningabaráttu Trump. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við forsetann fyrrverandi og þáverandi og núverandi forsetaframbjóðanda. Þá hafi hann útskýrt fyrir Trump og Cohen „fanga og drepa“ (e. catch and kill) aðferðafræði blaðsins, þar sem blaðið keypti réttinn að fréttum en birti þær aldrei. Þetta er gula pressan sögð hafa stundað fyrir vildarvini. Saksóknarar segja vitnisburð Pecker til marks um að ráðabruggi þríeykisins hafi ekki aðeins verið ætlað að vernda mannorð Trump heldur einnig kosningabaráttu hans. Segja þeir að tvær fréttir um Trump hafi verið þaggaðar niður í kjölfarið. Þá hafi Cohen einnig mútað klámstjörnu fyrir að þegja um framhjáhald Trump, sem hann hefur þvertekið fyrir að hafi átt sér stað. Saksóknarar biðluðu til dómarans í gær um að grípa til aðgerða vegna brota Trump á fyrirmælum hans um að tjá sig ekki um réttarhöldin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þegar aðal lögmaður Trump, Todd Blanche, sagði að forsetinn væri að gera sitt besta til að fara að fyrirmælunum var augljóst að dómarinn átti afar erfitt með að trúa því. Sagði hann Blanche smám saman að glata öllum trúðverðugleika. Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira