„Ég hefði bara átt að taka leikhlé“ Hinrik Wöhler skrifar 23. apríl 2024 22:45 Einar var alls ekki sáttur með hvernig lið sitt lék undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram. Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Leikurinn var jafn eftir venjulegan leiktíma, 23-23, og þurfti að framlengja. Sóknarleikur Fram var arfaslakur í framlengingunni og skoruðu þær ekki mark. „Við gátum ekkert, það er bara það sem gerist. Við fundum engar lausnir sóknarlega og vorum bara lélegar. Við tókum áhættu í lokin og þær voru bara miklu betri við í framlengingunni og áttu skilið að vinna,“ sagði Einar um spilamennsku liðsins í framlengingunni. Fram leiddi með þremur mörkum þegar þrjár mínútur voru eftir og var Einar með ágætis tilfinningu fyrir leiknum á þeim tímapunkti. „Mér leið ágætlega því við höfðum verið fínar og hefðum átt að vera með meira forskot þegar þrjár til fimm mínútur voru eftir. Þetta var eitthvað sem gat gerst líka því þær voru búnar að vera harka þetta allan leikinn og þær áttu í erfiðleikum með að skora hjá okkur. Þær fengu alltaf mjög langan tíma í hverri einustu sókn til að skora þannig við þurfum að halda einbeitingu lengur og vera agaðri varnarlega. Ég hefði bara átt að taka leikhlé þegar mínúta var eftir og aðeins að skerpa á þessu fyrir síðustu mínútuna.“ Þjálfarateymi Fram átti leikhlé inni og sér Einar eftir því að hafa ekki nýtt það á ögurstundu. „Auðvitað geri ég það eftir á, ég var að gæla við það að við myndum skora og leikurinn væri þá búinn. Við litum vel út og mér fannst við vera með þær en það kom í ljós að það var ekki þannig. Þannig eftir á að hyggja áttum við að taka leikhlé,” sagði Einar um síðustu mínútur venjulegs leiktíma. Einar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét Fram þarf ekki að bíða lengi til að fá tækifæri til að svara fyrir tapið en næsti leikur er á föstudaginn á Ásvöllum. „Það er stuttur tími í næsta leik, við förum yfir þetta. Varnarlega var flest gott hjá okkur en ef þær eiga fá að spila í mínútu eða meira í hverri sókn þá þurfum við að vera klárar á því að halda einbeitingu allan þennan tíma. Við reynum að taka það jákvæða úr þessum leik og taka það með okkur inn í þann næsta. Eitt og annað sem er hægt að laga en við höldum áfram að spila okkur leik,“ bætti Einar við. Einar var á köflum ósáttur með langar sóknir Hauka og hefði viljað sjá hraðari leik. „Ég hélt að við vorum komin lengra en ekki það, þeir dæmdu þetta vel, og línan var þannig séð eins báðum megin. Þegar við lentum í basli fengum við að spila líka en ég vil þá frekar að höndin fari fyrr upp og ekki dæma einhver aula fríköst. Getum sagt gamaldags dómgæsla en við töpum ekki leiknum út af því. Mér finnst bara leiðinlegra að horfa á handboltaleiki þegar þeir eru svona,“ sagði Einar að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira