Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 23:44 Halla Bergþóra segir fækkun lögreglumanna meðal annars koma niður á því hversu hratt mál eru afreidd. Vísir/Bjarni Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“ Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“
Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira