Er menning stórmál? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 24. apríl 2024 08:01 Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Harpa Mest lesið Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. Því bera fjöldi magnaðra menningarviðburða og umfangsmiklar ráðstefnur og fundir glöggt vitni svo ekki sé minnst á fjölda opinna viðburða og augnablika sem sannarlega hafa hreyft við gestum og hrifið þá með. En við horfum líka fram á veginn, m.a. í yfirstandandi stefnuvinnu þar sem við skoðum strauma, stefnur og krafta sem kunna að hafa mótandi áhrif á starfsemi og starfsumhverfi Hörpu á komandi misserum. Hvernig þarf Harpa að þróast ef hún ætlar áfram að vera á heimsmælikvarða, hvenær ætlum við að mæta og fylgja gestum okkar og hvenær ætlum við að leiða þá og upplýsa – hvað er það sem skilgreinir Hörpu þegar horft er fram á veginn og hvaða hlutverki ætlum við raunverulega að gegna? Svörin við þessum spurningum eru, líkt og áskoranirnar sjálfar, langt frá því að vera einföld. Viðfangsefni á sviði sjálfbærni og umhverfismála eru fyrirferðarmikil og svo er það stafræni veruleikinn, gervigreindin og tækninýjungar. Ráðstefnur og fundir eru haldnir í streymi eða í sýndarveruleikarými, stórir viðburðir með tilheyrandi miðasölu eru haldnir á vettvangi tölvuleikja í hinum stafræna veruleika. Nú getum við jafnvel farið til London og séð ABBA á sviði, jafnvel þó Benny, Björn, Agneta og Anni séu þar hvergi nærri. Þrátt fyrir allar þessar nýjungar og tækifæri til þróunar og breytinga megum við sem stöndum að og störfum fyrir Hörpu aldrei gleyma þeirri staðreynd að kjarninn í okkar starfsemi snýst um hið sammannlega. Tæknin leysir menninguna ekki af hólmi. Menning er stórmál - en hún er ekki bara stórmál. Menningin er líka samansafn af smámálum, litlum atriðum, blæbirgðum og litaskölum. Hún tengist hughrifum, tíðaranda og samfélagsviðmiðum á hverjum tíma, hún auðgar samfélagið. Í menningu felst að við förum frá hinu almenna, til hins einstaka, frá hinu stóra til hins smáa og frá hinu vélræna til hins mannlega. Þetta á við menningu á vinnustöðum, menningu samfélaga og þetta á ekki síst við þegar við njótum menningar og lista. Galdrarnir liggja í blæbrigðum og töfrum sem oft er erfitt að setja fingur á. Það er mikilvægt að huga að þessu í stefnuvinnu og þróun. Við þurfum að hagnýta tæknina og nýjungar en megum aldrei gefa afslátt af gildi menningar og mennsku, gildi samverunnar, sameiginlegrar upplifunar og mikilvægi þess að við höldum áfram að koma saman hvort heldur sem er til skrafs og ráðagerða eða til að njóta menningarviðburða. Í þessari nálgun felst sjálfbærnin í sinni tærustu mynd; við skilum af okkur til næstu kynslóðar samfélagi sem er auðugra en það var þegar við tókum við því og einmitt þar hefur björt framtíð í Hörpu sannarlega gildi fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er stjórnarformaður Hörpu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun