Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:19 Vilhelm Einarsson er stofnandi Wilson‘s Pizza. Aðsend Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira