Murray kramdi Lakers-hjörtun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2024 09:01 Jamal Murray skorar sigurkörfu Denver Nuggets gegn Los Angeles Lakers. getty/Matthew Stockman Jamal Murray var hetja Denver Nuggets þegar meistararnir unnu Los Angels Lakers, 101-99, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Denver er 2-0 yfir í einvíginu. Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu. NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu.
NBA Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira