Murray kramdi Lakers-hjörtun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2024 09:01 Jamal Murray skorar sigurkörfu Denver Nuggets gegn Los Angeles Lakers. getty/Matthew Stockman Jamal Murray var hetja Denver Nuggets þegar meistararnir unnu Los Angels Lakers, 101-99, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Denver er 2-0 yfir í einvíginu. Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira