Murray kramdi Lakers-hjörtun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2024 09:01 Jamal Murray skorar sigurkörfu Denver Nuggets gegn Los Angeles Lakers. getty/Matthew Stockman Jamal Murray var hetja Denver Nuggets þegar meistararnir unnu Los Angels Lakers, 101-99, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Denver er 2-0 yfir í einvíginu. Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu. NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira
Lakers var með tuttugu stiga forskot í seinni hálfleik en Denver kom til baka og úrslitin réðust í blálokin. LeBron James hitti ekki úr þriggja stiga skoti í stöðunni 99-99 þegar þrettán sekúndur voru og Denver hélt í sókn. Murray fékk boltann og var einn gegn Anthony Davis, besta varnarmanni Lakers. Hann bjó sér til smá pláss og setti svo niður skot í þann mund sem leiktíminn rann út. ABSOLUTELY. UNREAL. JAMAL. MURRAY. https://t.co/qZ80SJGCqk pic.twitter.com/mmaRYBWvgJ— NBA (@NBA) April 23, 2024 Murray átti erfitt uppdráttar framan af leik og klikkaði á þrettán af fyrstu sextán skotum sínum. En það kviknaði á honum í 4. leikhluta þar sem hann skoraði fjórtán af tuttugu skotum sínum. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver; skoraði 27 stig, tók tuttugu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Michael Porter skoraði 22 stig og tók níu fráköst. Davis skoraði 32 stig og tók ellefu fráköst fyrir Lakers sem hefur tapað tíu leikjum gegn Denver í röð. LeBron var með 26 stig, átta fráköst og tólf stoðsendingar. Í Austurdeildinni vann New York Knicks Philadelphia 76ers, 104-101, og Cleveland Cavaliers lagði Orlando Magic að velli, 96-86. Jalen Brunson skoraði 24 stig fyrir Knicks sem er með 2-0 forystu í einvíginu. Josh Hart skoraði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Tyrese Maxey og Joel Embiid voru í sérflokki hjá Sixers. Maxey skoraði 35 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Embiid skilaði 34 stigum og tíu fráköstum. Hann gat jafnað metin undir lok leiks en þriggja stiga skot hans geigaði. THE KNICKS WIN GAME 2 AND TAKE A 2-0 SERIES LEAD WHAT A FINISH IN THE GARDEN pic.twitter.com/XxYKpFqB5K— NBA (@NBA) April 23, 2024 Donovan Mitchell skoraði 23 stig fyrir Cleveland sem hélt Orlando í skefjum með sterkum varnarleik. Flórída-liðið var aðeins með 36,3 prósent skotnýtingu í leiknum. Paolo Banchero skoraði 21 stig fyrir Orlando sem er 2-0 undir í einvíginu.
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sjá meira