Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:21 Fiskikóngurinn hefur kynnt sér málefni geðrænna vandamála síðustu daga og segist nú vita betur. Vísir/Vilhelm Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg
Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47
Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent