Inter Ítalíumeistari eftir sigur á nágrönnum sínum í AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2024 21:00 Markinu sem tryggði sigurinn og í raun titilinn fagnað. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Inter frá Mílanó varð í kvöld Ítalíumeistari í 20. skipti eftir 2-1 sigur á erkifjendum sínum og nágrönnum í AC Milan. Inter komst 2-0 yfir en AC Milan minnkaði muninn áður en það sauð upp úr undir lok leiks. Það kom ekki að sök og Inter orðið meistari þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir í deildinni. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Inter tryggja sér titilinn en liðin eru í 1. og 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Spennustigið var því nokkuð hátt og en Inter hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni og kom varnarmaðurinn Francesco Acerbi þeim yfir á 18. mínútu eftir undirbúning Benjamin Pavard. Nel posto giusto al momento giusto #MilanInter 0-1 pic.twitter.com/yr4pgd5eGD— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik en á sama tíma fóru þrjú gul spjöld á loft. Mörkunum og spjöldunum átti eftir að fjölga í síðari hálfleik. Marcus Thuram bætti öðru marki Inter við strax í upphafi síðari hálfleiks og Inter farið að kæla kampavínið. @MarcusThuram #MilanInter pic.twitter.com/ZiW1UtHv1S— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Fikayo Tomori minnkaði muninn á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir að Yann Sommer hafði varið skot í stöngina. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem allt sauð upp úr. Simone Inzaghi, þjálfari, Inter fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Tveir leikmenn AC Milan fengu svo gul spjöld áður en þrjú rauð spjöld fóru á loft eftir hálfgerð hópslagsmál þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Það sauð upp úr.Marco Luzzani/Getty Images Denzel Dumfries sá rautt í liði Inter á meðan Theo Hernandez og Davide Calabria sáu rautt í liði AC Milan. Mood: CAMPIONI #MilanInter | @Inter pic.twitter.com/bahv6PqewQ— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Það breytti því ekki að leiknum lauk með 2-1 sigri Inter sem er orðið Ítalíumeistari í 20. skipti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Inter tryggja sér titilinn en liðin eru í 1. og 2. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar. Spennustigið var því nokkuð hátt og en Inter hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni og kom varnarmaðurinn Francesco Acerbi þeim yfir á 18. mínútu eftir undirbúning Benjamin Pavard. Nel posto giusto al momento giusto #MilanInter 0-1 pic.twitter.com/yr4pgd5eGD— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik en á sama tíma fóru þrjú gul spjöld á loft. Mörkunum og spjöldunum átti eftir að fjölga í síðari hálfleik. Marcus Thuram bætti öðru marki Inter við strax í upphafi síðari hálfleiks og Inter farið að kæla kampavínið. @MarcusThuram #MilanInter pic.twitter.com/ZiW1UtHv1S— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Fikayo Tomori minnkaði muninn á 80. mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir að Yann Sommer hafði varið skot í stöngina. Það var svo undir lok venjulegs leiktíma sem allt sauð upp úr. Simone Inzaghi, þjálfari, Inter fékk gult spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu. Tveir leikmenn AC Milan fengu svo gul spjöld áður en þrjú rauð spjöld fóru á loft eftir hálfgerð hópslagsmál þegar komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma. Það sauð upp úr.Marco Luzzani/Getty Images Denzel Dumfries sá rautt í liði Inter á meðan Theo Hernandez og Davide Calabria sáu rautt í liði AC Milan. Mood: CAMPIONI #MilanInter | @Inter pic.twitter.com/bahv6PqewQ— Lega Serie A (@SerieA) April 22, 2024 Það breytti því ekki að leiknum lauk með 2-1 sigri Inter sem er orðið Ítalíumeistari í 20. skipti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira