Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra Grænna skáta

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Ingvar  bragason hefur starfað sem rekstrarstjóri Heimaleigu síðustu ár.
Jón Ingvar bragason hefur starfað sem rekstrarstjóri Heimaleigu síðustu ár. Aðsend

Jón Ingvar Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Grænna skáta. 

Í tilkynningu segir að Jón Ingvar hafi tekið við stöðunni fyrr í mánuðinum af Kristni Ólafssyni sem hefur gegnt stöðunni síðastliðin ár.

„Jón Ingvar B.Sc. viðskiptafræðingur auk þess að stundað M.Sc. nám í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun. Síðastliðin ár starfaði hann sem rekstrarstjóri Heimaleigu sem rekur um 400 íbúðir í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Þá hefur Jón Ingvar hefur unnið í fjölbreyttum störfum innan skátahreyfingarinnar lengst af sem viðburðastjóri, var framkvæmdastjóri World Scout Moot 2017 sem haldið var á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. 

Grænir skátar er endurvinnslufyrirtæki í eigu Skátahreyfingarinnar á Íslandi. Helstu verkefni þess er söfnun skilagjaldsskyldra umbúða frá fólki og fyrirtækjum. Fyrirtækið rekur 150 söfnunargáma á stór-höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir auk söfnunar- og flokkunarstöðvar. Hjá fyrirtækinu starfa 40 starfsmenn í 20 stöðugildum. Allur ágóði af starfsemi félagsins fer til uppbyggingar skátastarfs á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×