Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2024 09:25 Sabine segir flokksmenn eiga skilið að fá skýr svör við því hver útlendingastefna flokksins sé og hvernig flokkurinn ætli að bregðast við frumvörpum dómsmálaráðherra í útlendingamálum. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. Auk þess sé það ekki skýrt hvernig þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að bregðast við útlendingafrumvörpum dómsmálaráðherra á þingi og að hún vilji fá svör við því. Stemningin í flokknum sé orðin þannig að það megi ekki vera ósammála og það sé ekki góð þróun. „Ég er látin líta út eins og ég sé „enemy number one“ því ég er ekki sammála formanninum. Þetta var tónninn á fundinum,“ segir Sabine en á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar var tekist á um ályktun um útlendingamál. Sabine segir að það sé áhyggjuefni að það eigi að sópa þessari ályktun undir teppið og að það sé auk þess áhyggjuefni að flokkurinn geti ekki sent frá sér ályktun þar sem stendur að hann „standi með mannréttindum og vilji ekki fangabúðir“. Tilfinningin sé að með því að vera mótfallinn slíkri ályktun sé það árás á formanninn og það verði að svara því af hverju það sé spurningin sem vaknar. „Ég held hún sé að tala inn í óttann. Þetta er það sem truflar mig mest. Það eru miklar samfélagsbreytingar í gangi. Það er mjög eðlilegt og gerist oft að fólk sé óánægt og er hrætt við það sem er að breytast,“ segir Sabine um málflutning formannsins. Talar inn í óttann Hún segir mikilvægt að við þessar aðstæður sé ekki talað inn í óttann heldur gegn honum. Það eigi að tala fjölmenningarsamfélagið upp en ekki niður. Hún segir breytingar á vinnumarkaðskerfinu sem Samfylkingin kynnir núna á næstu tala inn í þetta. Það hafi verið atvinnustefna sem búi til tvískipt samfélag. Ferðaþjónustan krefjist þess að við séum með fólk á landinu í vinnu sem sé í engum tengslum við samfélagið. „Það er fáránlegt að halda því fram að fólk sé of latt til að læra íslensku, því það talar enginn íslensku við þau. Það er í störfum þar sem það kemst aldrei í snertingu við íslenska samfélagið.“ Hún segir þennan hóp stærsta hóp innflytjenda hér á landi, ekki flóttamenn. Það þurfi að hlúa að þessum hópi en ekki senda þeim þau skilaboð að þau séu ekki velkomin. Sabine segir á sama tíma að það sé ekki gott að rugla saman innflytjendum og flóttamönnum. „En flóttafólk sem sest hér að, það verður að innflytjendum,“ segir Sabine og segir ekki rétt að talað sé um þessa hópa sem svona mikla byrði á samfélaginu. Það búi hér jafn margir innflytjendur og Íslendingar erlendis. Við séum hluti af EES og það sé frjálst flæði fólks innan EES til landsins. „86 þeirra Venesúelabúa sem hingað koma eru komin á vinnumarkað eftir örskamman tíma.“ Hjálpa þeim sem þegar eru komin Spurð hvort henni þyki ekki rétt að takmarka flæði fólks til landsins og hjálpa frekar þeim betur sem þegar eru komin segist Sabine sammála því. Það þurfi að tryggja betri stuðning við fólk og börn sem hingað koma með þeim. Hún segir það staðreynd að um allan heim sé flóttamannvandi. Við séum hluti af alþjóðasamfélagi og það sé mikilvægt að halda því áfram. Það þurfi allar aðtaka þátt og taka ábyrgð. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sabine hér að neðan. Samfylkingin Hælisleitendur Bítið Innflytjendamál Tengdar fréttir „Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun. 24. janúar 2024 09:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Auk þess sé það ekki skýrt hvernig þingflokkur Samfylkingarinnar ætli að bregðast við útlendingafrumvörpum dómsmálaráðherra á þingi og að hún vilji fá svör við því. Stemningin í flokknum sé orðin þannig að það megi ekki vera ósammála og það sé ekki góð þróun. „Ég er látin líta út eins og ég sé „enemy number one“ því ég er ekki sammála formanninum. Þetta var tónninn á fundinum,“ segir Sabine en á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar var tekist á um ályktun um útlendingamál. Sabine segir að það sé áhyggjuefni að það eigi að sópa þessari ályktun undir teppið og að það sé auk þess áhyggjuefni að flokkurinn geti ekki sent frá sér ályktun þar sem stendur að hann „standi með mannréttindum og vilji ekki fangabúðir“. Tilfinningin sé að með því að vera mótfallinn slíkri ályktun sé það árás á formanninn og það verði að svara því af hverju það sé spurningin sem vaknar. „Ég held hún sé að tala inn í óttann. Þetta er það sem truflar mig mest. Það eru miklar samfélagsbreytingar í gangi. Það er mjög eðlilegt og gerist oft að fólk sé óánægt og er hrætt við það sem er að breytast,“ segir Sabine um málflutning formannsins. Talar inn í óttann Hún segir mikilvægt að við þessar aðstæður sé ekki talað inn í óttann heldur gegn honum. Það eigi að tala fjölmenningarsamfélagið upp en ekki niður. Hún segir breytingar á vinnumarkaðskerfinu sem Samfylkingin kynnir núna á næstu tala inn í þetta. Það hafi verið atvinnustefna sem búi til tvískipt samfélag. Ferðaþjónustan krefjist þess að við séum með fólk á landinu í vinnu sem sé í engum tengslum við samfélagið. „Það er fáránlegt að halda því fram að fólk sé of latt til að læra íslensku, því það talar enginn íslensku við þau. Það er í störfum þar sem það kemst aldrei í snertingu við íslenska samfélagið.“ Hún segir þennan hóp stærsta hóp innflytjenda hér á landi, ekki flóttamenn. Það þurfi að hlúa að þessum hópi en ekki senda þeim þau skilaboð að þau séu ekki velkomin. Sabine segir á sama tíma að það sé ekki gott að rugla saman innflytjendum og flóttamönnum. „En flóttafólk sem sest hér að, það verður að innflytjendum,“ segir Sabine og segir ekki rétt að talað sé um þessa hópa sem svona mikla byrði á samfélaginu. Það búi hér jafn margir innflytjendur og Íslendingar erlendis. Við séum hluti af EES og það sé frjálst flæði fólks innan EES til landsins. „86 þeirra Venesúelabúa sem hingað koma eru komin á vinnumarkað eftir örskamman tíma.“ Hjálpa þeim sem þegar eru komin Spurð hvort henni þyki ekki rétt að takmarka flæði fólks til landsins og hjálpa frekar þeim betur sem þegar eru komin segist Sabine sammála því. Það þurfi að tryggja betri stuðning við fólk og börn sem hingað koma með þeim. Hún segir það staðreynd að um allan heim sé flóttamannvandi. Við séum hluti af alþjóðasamfélagi og það sé mikilvægt að halda því áfram. Það þurfi allar aðtaka þátt og taka ábyrgð. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sabine hér að neðan.
Samfylkingin Hælisleitendur Bítið Innflytjendamál Tengdar fréttir „Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun. 24. janúar 2024 09:03 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
„Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun. 24. janúar 2024 09:03