Hvar er unga fólkið? Ingólfur Sverrisson skrifar 21. apríl 2024 21:31 Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun