„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2024 16:58 Davíð Smári Lamude brosti breitt að leik loknum. vísir/diego Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. „Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega. Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
„Bara vá, bara hrikalega vel. Ánægður með liðið, ánægður með frammistöðuna, okkar leikskipulag gekk upp þannig maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu”, sagði Davíð strax að leik loknum aðspurður hvernig honum liði eftir að hafa náð í fyrsta sigur Vestra í efstu deild og hélt áfram: „Einhverjar ólýsanlegar tilfinningar eins og yfirleitt þegar maður vinnur leiki, þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu, það er til að vinna leiki og maður leggur gríðarlega vinnu í að reyna ná einhverju út úr leikjunum og þegar maður fær borgað til baka þá er það einhver svakalegasta upplifun sem maður á í þessu þannig ólýsanlegt að tala um það. Geggjað, fyrsti sigur, og áfram gakk og við höfum verið að taka skref fram á við í þessu, hæg skref en góð skref. Maður þarf að byrja að labba áður en maður fer að hlaupa.” Mikil framför Davíð segir liðið hafa tekið miklum framförum frá fyrstu tveimur leikjum mótsins sem töpuðust. „Mér fannst við hrikalega góðir sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við fullhægir á boltann í seinni hálfleik og full ragir í að senda fram á við og þess háttar enda kannski ómeðvitað farnir að hugsa um stig og það veit ekki á gott en svo seinni partinn hefði þetta getað dottið báðu megin en vinnuframlag og annað frá mínu liði fannst mér standa upp úr hérna í dag og það skilaði þessum sigri.” KA sótti stíft undir lok leiks sem opnaði leikinn mikið. „Við reyndum að setja inn hraða leikmenn til að við ættum meiri möguleika á að sækja hratt fram á við og fengum svo sem ekkert út úr því en föst leikatriði og þess háttar, við þurfum að vera sterkir í því og vorum góðir þar í dag.” Fatai Gbadamosi átti frábæran leik á miðjunni í dag en þetta er leikmaður sem Davíð hefur miklar mætur á. „Bara stórkostlegur leikmaður sem hefur fylgt mér, ég held að þetta sé fjórða árið okkar saman eða þriðja, ég man það ekki alveg. Algjör ryksuga, óþolandi að spila á móti honum, hann er alltaf mættur og þó hann tapi tæklingu þá máttu ekki anda þá er hann mættur aftur. Hann er einn leiðinlegasti leikmaður að spila á móti en einn besti samherji sem þú getur haft.” Fyrsti heimaleikur Vestra er í næstu umferð en hann mun fara fram á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardal, þar sem gervigrasvöllur Vestra á Ísafirði er ekki klár. „Við verðum bara að fara inn í öll þessi verkefni eins og við höfum gert, við verðum bara að vera jákvæðir yfir því sem við höfum og vinna með það sem við höfum. Við vitum það alveg að hlutirnir eru svona og við stjórnum þeim ekki og ef við ætlum eitthvað að dvelja við það þá eru okkur engir vegir færir í þessu þannig við verðum bara að horfa fram á við og okkur hlakkar til næsta leiks, eðlilega.
Besta deild karla Vestri KA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn