Aðeins ein af íslensku byrjunarliðsmönnunum fagnaði sigri en það var Guðrún Arnardóttir í liði Rosengård.
Hlín Eiríksdóttir, Katla Tryggvadóttir og Guðný Árnadóttir byrjuðu allar hjá Kristianstad.
Rosengård gerði út um leikinn með þremur mörkum á aðeins fjórum mínútum undir lok fyrri hálfleiksins.
Momoko Tanikawa skoraði á 39. mínútu, Emma Jansson bætti við öðru marki á 42. mínútu og þriðja markið skoraði Ria Öling á 43. mínútu. Sofie Bruun Bredgaard átti stoðsendingu í seinni tveimur mörkunum.
Kristianstad byrjaði seinni hálfleikinn vel og Amy Sayer minnkaði muninn eftir stoðsendingu frá Guðnýju Árnadóttur.
Nær komst Kristianstad liðið ekki. Guðrún og félagar í Rosengård eru á toppi deildarinnar með fullt hús og marktaöluna 8-1 en Kristianstad náði ekki fylgja eftir flottum sigri í fyrstu umferðinni.