Lilja hjólar í Samfylkinguna: „Hver tekur Samfylkinguna alvarlega?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:53 Lilja fór um víðan völl í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Samfylkinguna harðlega í ávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hún sagði Samfylkinga hafa tekið upp þeirra stefnu, miðjustefnuna. „En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
„En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43