Lilja hjólar í Samfylkinguna: „Hver tekur Samfylkinguna alvarlega?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:53 Lilja fór um víðan völl í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Samfylkinguna harðlega í ávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hún sagði Samfylkinga hafa tekið upp þeirra stefnu, miðjustefnuna. „En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43