Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:43 Sigurður Ingi ávarpaði flokksþing fyrr í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. „Sú hugsjón sem sameinar okkur er samvinnan. Hún er einstakt veganesti þegar kemur að því að vinna að framförum og úrbótum. Hún felur í sér að við hlustum. Hún felur í sér að við stillum okkur ekki upp sem andstæðingum heldur finnum við þá fleti, þau mál sem sameina, og þaðan vinnum við að árangri fyrir þjóðina,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann ávarpaði flokksþing flokksins fyrr í dag. Í ræðu sinni byrjaði hann á að rifja það upp hver staðan var í samfélaginu síðast þegar flokksþingið kom staðan en þá var heimsfaraldri Covid nýlokið og innrás Rússa í Úkraínu nýhafin. Hann ávarpaði að því loknu útlendingamálin og áform ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. „Ríkisstjórnin hefur sammælst um að ná tökum á þessum málum til að koma í veg fyrir að kerfið springi og til að innviðir landsins ráði betur við að hjálpa við inngildingu fólks af erlendum uppruna. Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verður styttur um helming, fyrirkomulagi verði breytt þannig að færri sæki um vernd sem ekki uppfylla skilyrði og ráðist verður í átak til að flýta afgreiðslu umsækjenda frá Venesúela sem beðið hafa niðurstöðu Útlendingastofnunar allt of lengi. Þessar aðgerðir koma til að lækka kostnað hins opinbera verulega,“ sagði Sigurður Ingi. Samhliða þessu verði einnig ráðist í aðgerðir til að jafna tækifæri í íslensku samfélagi til að stuðla að því að fleiri fái blómstrað og samfélagið njóti krafta þeirra. „Þessi samstaða ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga er mikilvæg og hún byggir á mannúð. Hún byggir á því að við hlúum að því stöðugt fjölbreyttara samfélagi sem við eigum saman. Hún byggir á því að við lærum af mistökum nágrannaþjóða okkar og leyfum því ekki að gerast að samfélag okkar tvístrist í ólíka hópa og hættuleg skautun vaði uppi í stjórnmálum,“ sagði Sigurður Ingi. Að því loknu ræddi hann jarðhræringar í Grindavík. „Á síðustu mánuðum höfum við upplifað atburði sem ég held að fæst okkar hafi nokkurn tíma órað fyrir. Heilt byggðarlag var rýmt vegna jarðhræringa og er ekki útséð með hvenær þær taka enda. Reykjanesið er vaknað með látum. Ég hef fylgst með Grindvíkingum með aðdáun, hvernig þeir hafa af virðingarverðri yfirvegun tekist á við atburði sem hafa snúið lífi þeirra á hvolf,“ sagði Sigurður Ingi og að stjórnvöld hafi reynt eftir bestu getu að standa við bak þeirra. „Ég ber í brjósti þá von að við sjáum Grindavík byggjast upp að nýju. Ég skil þann sársauka sem Grindvíkingar eru að ganga í gegnum og mun gera mitt til að líf fólks frá Grindavík verði bærilegra. Grindavík mun rísa.“ Að því loknu fór Sigurður Ingi almennt yfir stöðuna í samfélaginu, lífsgæði Íslendinga og þau viðfangsefni sem framundan eru. „Stærsta viðfangsefni samfélagsins nú um stundir er að ná tökum á verðbólgunni sem hefur plagað okkur líkt og flest vestræn ríki síðustu misserin. Við erum nefnilega ekki einstök þegar kemur að verðbólgu eins og oft mætti halda af umræðunni. Það sem gerir okkur þó sérstök þegar kemur að hagkerfinu er þó að hér erum við líka að berjast við verulegan hagvöxt, sem hlýtur að vera jákætt. Okkar leið og leið ríkisstjórnarinnar hefur verið sú að stefna á mjúka lendingu efnahagskerfisins. Við rífum ekki í handbremsur. Við tökum þétt utan um ríkisfjármálin. Tökum þétt utan um samfélagið svo ekki verði neinar kollsteypur. Við stjórnum af skynsemi. Af ábyrgð.“ Rangt að ríkisstjórnin sé verklaus Sigurður Ingi ávarpaði svo gagnrýni á ríkisstjórnina og að hún sé verklaus. Hann sagði þetta kolrangt og nefndi sem dæmi tvo langtímakjarasamninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði. „Aukinn kraftur í uppbyggingu innan almenna íbúðakerfisins að norrænni fyrirmynd, auknar barnabætur, einskiptis vaxtabótaauki, hækkun greiðslna í fæðingarolofi, gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Allt eru þetta aðgerðir sem skipta heimilin í landinu gríðarlega miklu máli. Þetta eru aðgerðir sem með lækkandi vaxtastigi munu skila fólki auknum lífsgæðum. Lykilatriði í þessum árangri var að samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum unnu saman. Þau komu sér saman um sameiginlega hagsmuni launafólks og atvinnurekenda. Afraksturinn er hófsamir kjarasamningar með góðum stuðningi hins opinbera. Svona á samvinna að vera.“ Sigurður Ingi ræddi að því loknu verkefni einstaka ráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórninni. Lilju Daggar Alfreðsdóttur sem viðskipta- og menningarráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. „Eins og þið vitið urðu breytingar í mínum högum fyrir skemmstu þegar ég færði mig um set úr stóli innviðaráðherra í stól fjármála- og efnahagsráðherra. Það voru nokkur tíðindi enda hefur ekki Framsóknarmaður setið í stóli fjármálaráðherra í 45 ár, eða frá því Tómas Árnason sat þar í stjórn Ólafs Jóhannessonar,“ sagði Sigurður Ingi og að hann hafi fram á sinn síðasta dag í innviðaráðuneytinu unnið hörðum höndum að sínum verkefnum þar. Fótur og fit í heildsalaklúbbnum Hann nefndi svo nýlegar breytingar á búvörulögum en þær hafa verið afar gagnrýndar. „Og eins og svo oft þegar stigin eru skref til að bæta stöðu bænda þá verður uppi fótur og fit í heildsalaklúbbnum og dramatískar yfirlýsingar falla um árás á neytendur og jafnvel grunnstoðir samfélagsins. Landbúnaður er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein fyrir íslenskt samfélag. Saga okkar, menning, heilbrigði og byggðafesta er nátengd landbúnaði. Við getum ekki og megum ekki vera svo hrædd að við leyfum ekki bændum að búa við svipaðar samkeppnisaðstæður og bændur í nágrannalöndunum. Hverra hagsmuna værum við að gæta með því? Já, maður spyr sig, hverra hagsmuna? Því ekki eru það hagsmunir neytenda að bændur flosni upp og við þurfum að reiða okkur algjörlega á innflutning,“ sagði Sigurður Ingi og ræddi svo orkumálin. „Það er auðvitað þannig að við verðum að leggja okkur öll fram um að nýta þá orku sem framleidd er í dag á sem bestan og skynsamastan hátt. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að virkja meira því virkjunum fylgir það að við gefum eftir ein gæði fyrir önnur. Það er þó dagljóst að skortur á orku kallar fram hærra verð. Það að fyrirtæki sjái sig knúin til að nýta dísilvélar til að framleiða raforku fyrir bræðslur og aðra framleiðslu getur ekki verið ásættanlegt ástand. Eins og í flestu liggur lausnin á miðjunni. Leyfum jöðrunum að öskra sig hása og finnum skynsamlegar lausnir til þess að hér geti orkuskiptin gengið hratt og örugglega fyrir sig og til þess að við getum byggt hér upp öfluga atvinnuvegi og skapað verðmæt störf fyrir framtíðina,“ sagði Sigurður Ingi og að við ættum ekki að skammast okkur fyrir að framleiða græna orku. Að lokum ræddi Sigurður Ingi stjórnarsamstarfið. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að síðasta ár hafi einkennst af átökum í íslenskum stjórnmálum. Eins og svo oft þá eru þessi átök minni inni í eiginlegu samstarfi flokkanna sem mynda ríkisstjórnina en þeim mun meiri í fjölmiðlum. Við í Framsókn höfum haft þá stefnu í samstarfinu í ríkisstjórn og á Alþingi að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við vorum kosin til að sinna frekar en að hrópa á torgum allt það sem við erum ósammála hinum flokkunum um. Við tókum að okkur verkefni og það ætlum við að klára,“ sagði Sigurður Ingi. Flokksþing flokksins stendur í bæði dag og á morgun. Hægt er að horfa á ræður varaformanns og oddvita flokksins í Reykjavík í fréttinni hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Sú hugsjón sem sameinar okkur er samvinnan. Hún er einstakt veganesti þegar kemur að því að vinna að framförum og úrbótum. Hún felur í sér að við hlustum. Hún felur í sér að við stillum okkur ekki upp sem andstæðingum heldur finnum við þá fleti, þau mál sem sameina, og þaðan vinnum við að árangri fyrir þjóðina,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann ávarpaði flokksþing flokksins fyrr í dag. Í ræðu sinni byrjaði hann á að rifja það upp hver staðan var í samfélaginu síðast þegar flokksþingið kom staðan en þá var heimsfaraldri Covid nýlokið og innrás Rússa í Úkraínu nýhafin. Hann ávarpaði að því loknu útlendingamálin og áform ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. „Ríkisstjórnin hefur sammælst um að ná tökum á þessum málum til að koma í veg fyrir að kerfið springi og til að innviðir landsins ráði betur við að hjálpa við inngildingu fólks af erlendum uppruna. Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd verður styttur um helming, fyrirkomulagi verði breytt þannig að færri sæki um vernd sem ekki uppfylla skilyrði og ráðist verður í átak til að flýta afgreiðslu umsækjenda frá Venesúela sem beðið hafa niðurstöðu Útlendingastofnunar allt of lengi. Þessar aðgerðir koma til að lækka kostnað hins opinbera verulega,“ sagði Sigurður Ingi. Samhliða þessu verði einnig ráðist í aðgerðir til að jafna tækifæri í íslensku samfélagi til að stuðla að því að fleiri fái blómstrað og samfélagið njóti krafta þeirra. „Þessi samstaða ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga er mikilvæg og hún byggir á mannúð. Hún byggir á því að við hlúum að því stöðugt fjölbreyttara samfélagi sem við eigum saman. Hún byggir á því að við lærum af mistökum nágrannaþjóða okkar og leyfum því ekki að gerast að samfélag okkar tvístrist í ólíka hópa og hættuleg skautun vaði uppi í stjórnmálum,“ sagði Sigurður Ingi. Að því loknu ræddi hann jarðhræringar í Grindavík. „Á síðustu mánuðum höfum við upplifað atburði sem ég held að fæst okkar hafi nokkurn tíma órað fyrir. Heilt byggðarlag var rýmt vegna jarðhræringa og er ekki útséð með hvenær þær taka enda. Reykjanesið er vaknað með látum. Ég hef fylgst með Grindvíkingum með aðdáun, hvernig þeir hafa af virðingarverðri yfirvegun tekist á við atburði sem hafa snúið lífi þeirra á hvolf,“ sagði Sigurður Ingi og að stjórnvöld hafi reynt eftir bestu getu að standa við bak þeirra. „Ég ber í brjósti þá von að við sjáum Grindavík byggjast upp að nýju. Ég skil þann sársauka sem Grindvíkingar eru að ganga í gegnum og mun gera mitt til að líf fólks frá Grindavík verði bærilegra. Grindavík mun rísa.“ Að því loknu fór Sigurður Ingi almennt yfir stöðuna í samfélaginu, lífsgæði Íslendinga og þau viðfangsefni sem framundan eru. „Stærsta viðfangsefni samfélagsins nú um stundir er að ná tökum á verðbólgunni sem hefur plagað okkur líkt og flest vestræn ríki síðustu misserin. Við erum nefnilega ekki einstök þegar kemur að verðbólgu eins og oft mætti halda af umræðunni. Það sem gerir okkur þó sérstök þegar kemur að hagkerfinu er þó að hér erum við líka að berjast við verulegan hagvöxt, sem hlýtur að vera jákætt. Okkar leið og leið ríkisstjórnarinnar hefur verið sú að stefna á mjúka lendingu efnahagskerfisins. Við rífum ekki í handbremsur. Við tökum þétt utan um ríkisfjármálin. Tökum þétt utan um samfélagið svo ekki verði neinar kollsteypur. Við stjórnum af skynsemi. Af ábyrgð.“ Rangt að ríkisstjórnin sé verklaus Sigurður Ingi ávarpaði svo gagnrýni á ríkisstjórnina og að hún sé verklaus. Hann sagði þetta kolrangt og nefndi sem dæmi tvo langtímakjarasamninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði. „Aukinn kraftur í uppbyggingu innan almenna íbúðakerfisins að norrænni fyrirmynd, auknar barnabætur, einskiptis vaxtabótaauki, hækkun greiðslna í fæðingarolofi, gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Allt eru þetta aðgerðir sem skipta heimilin í landinu gríðarlega miklu máli. Þetta eru aðgerðir sem með lækkandi vaxtastigi munu skila fólki auknum lífsgæðum. Lykilatriði í þessum árangri var að samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum unnu saman. Þau komu sér saman um sameiginlega hagsmuni launafólks og atvinnurekenda. Afraksturinn er hófsamir kjarasamningar með góðum stuðningi hins opinbera. Svona á samvinna að vera.“ Sigurður Ingi ræddi að því loknu verkefni einstaka ráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórninni. Lilju Daggar Alfreðsdóttur sem viðskipta- og menningarráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra og Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. „Eins og þið vitið urðu breytingar í mínum högum fyrir skemmstu þegar ég færði mig um set úr stóli innviðaráðherra í stól fjármála- og efnahagsráðherra. Það voru nokkur tíðindi enda hefur ekki Framsóknarmaður setið í stóli fjármálaráðherra í 45 ár, eða frá því Tómas Árnason sat þar í stjórn Ólafs Jóhannessonar,“ sagði Sigurður Ingi og að hann hafi fram á sinn síðasta dag í innviðaráðuneytinu unnið hörðum höndum að sínum verkefnum þar. Fótur og fit í heildsalaklúbbnum Hann nefndi svo nýlegar breytingar á búvörulögum en þær hafa verið afar gagnrýndar. „Og eins og svo oft þegar stigin eru skref til að bæta stöðu bænda þá verður uppi fótur og fit í heildsalaklúbbnum og dramatískar yfirlýsingar falla um árás á neytendur og jafnvel grunnstoðir samfélagsins. Landbúnaður er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein fyrir íslenskt samfélag. Saga okkar, menning, heilbrigði og byggðafesta er nátengd landbúnaði. Við getum ekki og megum ekki vera svo hrædd að við leyfum ekki bændum að búa við svipaðar samkeppnisaðstæður og bændur í nágrannalöndunum. Hverra hagsmuna værum við að gæta með því? Já, maður spyr sig, hverra hagsmuna? Því ekki eru það hagsmunir neytenda að bændur flosni upp og við þurfum að reiða okkur algjörlega á innflutning,“ sagði Sigurður Ingi og ræddi svo orkumálin. „Það er auðvitað þannig að við verðum að leggja okkur öll fram um að nýta þá orku sem framleidd er í dag á sem bestan og skynsamastan hátt. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að virkja meira því virkjunum fylgir það að við gefum eftir ein gæði fyrir önnur. Það er þó dagljóst að skortur á orku kallar fram hærra verð. Það að fyrirtæki sjái sig knúin til að nýta dísilvélar til að framleiða raforku fyrir bræðslur og aðra framleiðslu getur ekki verið ásættanlegt ástand. Eins og í flestu liggur lausnin á miðjunni. Leyfum jöðrunum að öskra sig hása og finnum skynsamlegar lausnir til þess að hér geti orkuskiptin gengið hratt og örugglega fyrir sig og til þess að við getum byggt hér upp öfluga atvinnuvegi og skapað verðmæt störf fyrir framtíðina,“ sagði Sigurður Ingi og að við ættum ekki að skammast okkur fyrir að framleiða græna orku. Að lokum ræddi Sigurður Ingi stjórnarsamstarfið. „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að síðasta ár hafi einkennst af átökum í íslenskum stjórnmálum. Eins og svo oft þá eru þessi átök minni inni í eiginlegu samstarfi flokkanna sem mynda ríkisstjórnina en þeim mun meiri í fjölmiðlum. Við í Framsókn höfum haft þá stefnu í samstarfinu í ríkisstjórn og á Alþingi að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við vorum kosin til að sinna frekar en að hrópa á torgum allt það sem við erum ósammála hinum flokkunum um. Við tókum að okkur verkefni og það ætlum við að klára,“ sagði Sigurður Ingi. Flokksþing flokksins stendur í bæði dag og á morgun. Hægt er að horfa á ræður varaformanns og oddvita flokksins í Reykjavík í fréttinni hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira