Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 17:22 Sýn á meðal annars vefmiðilinn Vísi, útvarpsstöðina Bylgjuna og fleiri stöðvar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar. Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Í lok árs 2023 var tilkynnt á uppgjörsfundi félagsins að Sýn hefði skipt fjölmiðlaeiningum félagsins upp í tvær rekstrareiningar, annars vegar Vefmiðla og útvarp og hins vegar Stöð 2. Í kjölfarið var kynnt að stjórn Sýnar hefði fengið Kviku banka hf. til að vinna greiningu á rekstri og virði Vefmiðla og útvarps ásamt því að sjá um miðlun á afmörkuðum fjárhagsupplýsingum til mögulegra fjárfesta. Sýn tilkynnti kauphöllinni í dag að félagið væri hætt við söluáformin. Í tilkynningunni er vísað til nýrra áherslna í rekstri Sýnar með tilkomu nýs forstjóra og nýrrar stjórnar sem telji mikil verðmæti falin í framtíðartækifærum þessarar einingar. „Því hefur verið ákveðið að hætta við skoðun á nýju eignarhaldi vefmiðla og útvarps en þess í stað verður lögð aukin áhersla á bættan rekstur félagsins. Í viku hverri nota 95% landsmanna á aldrinum 18-80 ára fjölmiðla Sýnar en þessir þekktu miðlar eru mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Það er stefna Sýnar að styrkja þessa þjónustu enn frekar til framtíðar,“ segir í tilkynningunni. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir í samtali við Vísi að áhugasamir aðilar hafi verið við borðið en stjórnin hafi tekið ákvörðun um að skoða framtíðareignarhald ekki frekar. Hún telji mikil verðmhæti falin í að hafa einingarnar áfram innan Sýnar. „Þetta er bara rétt ákvörðun. Þetta eru gleðifréttir fyrir félagið og alla starfsmenn félagsins,“ segir hún. Stjórn Sýnar hefur einnig falið forstjóra að hefja vinnu við mótun lykilmarkmiða og stefnu Sýnar í rekstri félagsins til framtíðar, að því er segir í tilkynningunni. Vinnan mun hefjast formlega eftir birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs félagsins. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur fjárfestum á fjárfestadegi Sýnar síðar á þessu ári. Þar munu stjórnendur kynna stefnu og áherslur félagsins ásamt langtíma markmiðum og lykilmælikvörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Kauphöllin Fjarskipti Tengdar fréttir Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins. 11. apríl 2024 15:21