#Katrín er minn forseti Elín Hirst skrifar 19. apríl 2024 14:31 Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Elín Hirst Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Leiðir okkar Katrínar Jakobsdóttur lágu fyrst saman á fréttastofu RÚV fyrir rúmum 20 árum þar sem hún vann sem ungur íslenskufræðingur við að lesa yfir fréttatexta og koma með tillögur til fréttamanna um betra málfar. Ég var fréttastjóri á þessum tíma og mér féll strax vel við þessa ungu og vandvirku konu, sem tók brosandi á móti textum frá okkur fréttafólkinu sem voru margir misjafnlega góðir íslensku og færði til betri vegar. Næst urðum við samstarfsmenn á Alþingi en þingmenn fyrir ólíka flokka. Hennar fallega framkoma, rökfesta, gáfur og virðing fyrir öðru fólki heillaði mig sem fyrr. Samskipti urðu síðan nánari þegar við voru sessunautar í þingsal einn þingvetur. Minn flokkur var í stjórn en flokkur Katrínar í stjórnarandstöðu. En Katrín hafði svo mikla úgeislun og góða nærveru að það var afar gott að hafa hana við hlið sér. Glatt á hjalla á fundi í utanríkisnefnd Alþingis árið 2015. Frá vinstri: þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Elín Hirst og Birgitta Jónsdóttir. Snemma ár árinu 2023 fékk ég svo tækifæri að starfa náið með Katrínu í nokkra mánuði í forsætisráðuneytinu þar sem ég skipulagði meðal annars hringferð hennar um landið til þess að hún sem forsætisráðherra átti samtal við landsmenn um stefnumótun fyrir Sjálfbært Ísland, þ.e. um að hvernig við við snúum af þeirri vegferð að ofnýta auðlindir Jarðar sem mun koma niður á velsæld afkomenda okkar. Unga konan sem hafði staðið sig svo vel í hlutverki málfarsráðunautar á fréttastofu RÚV, var nú orðin forsætisráðherra og það var yndilegt að fylgjast með þvi hvernig hún skilaði því verki. Yfirleitt var hún mætt fyrst til vinnu í stjórnarráðshúsinu, alltaf var opið inn til hennar þegar hún var ekki með fundi, hún var afar vel inn í öllum þeim fjölmörgu málum sem heyrðu undir forsætisráðuneytið, og hafði víðtæka yfirsýn. Ég fylgdist einnig af aðdáun með glæsilegri framkomu á alþjóðavettvangi, fylltist stolti fyrir Íslands hönd og þótti hún bera af í hópi helstu leiðtoga heims og næsta dag var hún komin aftur á fullt í ráðuneytinu. Ég var því afar ánægð þegar Katrín ákvað að gefa kost á sér sem næsti forseti Íslands, því engan þekki ég sem myndi sóma sér betur í því embætti. #Katrín er minn forseti. Höfundur er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 og RÚV sjónvarps og alþingismaður.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun