Traust og gagnsæi Halldór Auðar Svansson skrifar 19. apríl 2024 09:01 Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsinguá vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022. Í yfirlýsingunni sagði orðrétt: „Þeir annmarkar sem í ljós hafa komið við undirbúning og framkvæmd sölu á eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa leitt í ljós þörfina fyrir endurskoðun á lagaumgjörð og stofnanafyrirkomulagi. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar verður lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og að styrkari stoðum verði skotið undir að tryggja gagnsæi, jafnræði, lýðræðislega aðkomu þingsins og upplýsingagjöf til almennings. Frumvarp þessa efnis verður lagt fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er. Ekki verður ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Þegar ný löggjöf liggur fyrir mun ákvörðun um mögulega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verða tekin fyrir á Alþingi.“ Á þeim tveimur árum sem eru liðin hefur svo sitthvað gerst hjá þessari ríkisstjórn, svo sem stólaskipti þar sem fjármálaráðherrann ákvað að gerast utanríkisráðherra og svo forsætisráðherra, þannig að utanríkisráðherrann sem varð fjármálaráðherra er aftur orðinn utanríkisráðherra en innviðaráðherrann er orðinn fjármálaráðherra. Forsætisráðherrann er svo hættur og farinn í forsetaframboð. Það sem hefur hins vegar ekki gerst er að Bankasýslan hafi veri lögð niður og nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum verið innleitt. Frumvarp þessa efnis sem átti að leggja fyrir Alþingi „svo fljótt sem auðið er“ hefur ekki verið lagt fram. Þvert á móti hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarpþar sem lagt er til að fjármálaráðherra verði falið að selja þann hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka án aðkomu Bankasýslunnar. Þar með er búið, eftir tveggja ára aðgerðaleysi, að gefast upp á því greinilega allt of flókna verkefni að leggja niður Bankasýsluna og ákveða að hafa hana bara áfram á launum án þess að þurfa að hafa aðkomu að eignasölum. Þetta er auðvitað besta mögulega niðurstaðan fyrir þau sem eru á launaskrá hjá Bankasýslunni en hins vegar svo léleg niðurstaða út frá hagsmunum almennings að það verður eiginlega að teljast ákveðið afrek í lélegheitum. Í greinargerð með þessu frumvarpi segir að „Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins stendur yfir“ — og svo mörg voru þau orð um ástæður þess hversu mikið er búið að teygja úr „svo fljótt sem auðið er“og hversu mikið verður vafalaust teygt á því frekar. Í yfirlýsingunni sagði að „Traust og gagnsæi verður að ríkja um sölu á eignum ríkisins“ og þannig má ætla að með því að leggja Bankasýsluna niður og koma á nýju fyrirkomulagi í kringum sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hafi ætlunin verði að stuðla að trausti og gagnsæi. Á sama hátt má því sennilega ætla að með því að hringla í hálft kjörtímabil með þetta verkefni og leggja til frekari sölu án þess að hafa fyrir því að klára það, þá sé dregið úr trausti og gagnsæi. Nema að þessi orð hafi bara ekki haft nokkra einustu merkingu í þessu samhengi? Að yfirlýsingin hafi eingöngu verið sett fram í ímyndarhönnunar- og krísustjórnunartilgangi? Að ríkisstjórnin hagi bara seglum eftir því hvernig vindar blása hvern daginn fyrir sig? Að yfirlýsingar hennar um hvað hún ætlar sér að gera séu ekki settar fram í þeim tilgangi að fylgja þeim eftir? Nei, því er nú varla trúandi. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar