Sveinn Andri lék með Selfossi á því tímabili sem klárast nú á næstu vikum. Hann gekk í raðir félagsins síðasta haust en hefur nú yfirgefið félagið eftir það að féll úr Olís-deildinni.
Sveinn Andri er 25 ára gamall leikstjórnandi sem hefur einnig spilað með Aftureldingu og ÍR hér á landi. Þá lék hann með Empor Rostock í Þýskalandi.
„Sveinn Andri er frábær leikmaður sem hefur mikla reynslu í deildinni sem og erlendis. Sveinn kemur inn með mikinn kraft og leiðtogahæfileika sem ég býst við miklu af,“ sagði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, um nýjasta leikmann liðsins.