Mikill mannskaði eftir sögulegt úrhelli í eyðimörkinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2024 13:31 Að minnsta kosti 21 er látinn eftir gríðarlegt úrhelli á Arabíuskaga í vikunni. AP/Jon Gambrell Minnst tuttugu eru látnir í Óman og einn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir fordæmalausa úrkomu á tá Arabíuskagans á þriðjudaginn og í gær. Skyndiflóð fóru víða yfir og sat fólk fast víða í umferð og á flugvöllum. Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Talið er að svæðið hafi fengið ársúrkomu á einungis einum sólarhring. Rigning mældist 25,95 sentímetrar í SAF á þriðjudaginn og segja ríkismiðlar þar í landi að engin álíka úrkoma hafi mælst þar frá því mælingar hófust árið 1949, samkvæmt frétt BBC. BBC segir vegi víða enn lokaða og jafnvel að ökumenn sitji enn fastir í bílum sínum í einhverjum tilfellum. Þá er búist við frekari rigningu á næstu dögum. Sérfræðingar hafa lengi varað við aukningu öfga í veðri í heiminum, sem rekja megi til veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Því hefur verið haldið fram að í þessu tilfelli hafi rigningin verið framkölluð af mönnum. Ekkert bendir þó til þess að það eigi við rök að styðjast, samkvæmt veðurfræðingum sem ræddu við AP fréttaveituna. Þegar rigning sé framkölluð leiði það alls ekki til svo mikillar rigningar og í raun sé deilt um það hvort það virki í raun og veru að reyna að framkalla rigningu. Þá benda þeir til þess að líkön höfðu spáð fyrir um mikla rigningu á svæðinu, að minnsta kosti sex dögum áður en hún skall á. Þeir segja úrhellið eiga sér eðlilegar skýringar og segja að þeir sem haldi því fram að rigningin hafi verið framkölluð viljandi, séu yfirleitt menn sem trúi ekki á veðurfarsbreytingar af mannavöldum. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Eins og hálfs árs úrkoma á einum sólarhring í Dubai Gríðarlega mikil úrkoma hefur fallið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vikunni, sú mesta í 75 ár. Einn er látinn, 70 ára maður, í Ras Al-Khaimah. 17. apríl 2024 08:59