Ruang-eldfjallið er í Norður-Sulawesi héraði Indónesíu, á afskekktri eyju. Fólki hefur verið skipað að halda sig í að minnsta kosti sex kílómetra fjarlægð en rúmlega ellefu þúsund manns búa á þessu svæði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Vitað er til þess að minnsta kosti átta hundruð manns hfa flúið heimili sín og var flugvellinum í Manadoborg lokað í morgun vegna eldgossins.
Yfirvöld í Indónesíu hafa varað við því að eldfjallið gæti mögulega hrunið og valdið flóðbylgju. Slíkt gerðist árið 2018 þegar rúmlega fjögur hundruð manns dóu eftir að eldfjallið Anak Krakatau hrundi í sjóinn. Árið 1871 leiddi hrun úr Ruang til flóðbylgju.