Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti Lovísa Arnardóttir skrifar 18. apríl 2024 09:09 Þokuboginn er greinilegur þrátt fyrir þónokkra þoku. Mynd/Jakub Sidor Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi. Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Sjá meira