„Við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2024 21:54 Hallgrímur er þjálfari Fjölnis. Vísir/Vilhelm Keflavík átti ekki í neinum vandræðum með lið Fjölnis þegar þau áttust við í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var þriðji sigur Keflavíkur í seríunni og sópuðu þær Fjölni úr leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
„Það var ekkert sem fór úrskeiðis í kvöld. Við erum bara að spila við ógeðslega gott lið. Fyrsta stelpa af bekk hjá mér er nítján ára, fyrsti maður af bekk hjá þeim er í A-landsliðinu og við gætum haldið áfram að telja.“ Sagði Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Fjölnis eftir leikinn í kvöld. „Ég er ógeðslega stoltur af liðinu mínu. Við töpum 3-0 á móti vill ég meina besta liðinu eins og staðan er í dag. Ég myndi segja það sennilegast gegn öllum mótherjum en Keflavík eru ógeðslega flottar, vel þjálfaðar og bara vá. Frábærar frammistöður og Kasey kveður Ísland hérna með 42 stigum og 17 fráköstum.“ „Keflavík gerði vel í að koma boltanum í hendurnar á Raquel en mér finnst við annars þrátt fyrir það gera ótrúlega vel á löngum köflum í leiknum. Þær eru að skora helvíti mikið af auðveldum stigum sem er einbeitingarleysi hjá okkur en það skiptir ekki máli. Þetta er búið og við lærum af þessu.“ „Mega troða myndaramma þvert upp í sig og grjóthalda kjafti“ Það voru einhverjir sem vildu ekki fá 8-liða úrslit í kvennakörfunni en Hallgrímur gaf lítið fyrir þær gagnrýnisraddir. „Þessir snillingar sem að hafa verið að góla í kringum mig um að þetta hafi átt að vera 6-liða úrslitakeppni þeir mega bara taka myndarramma og troða honum þvert upp í sig og grjóthalda kjafti. Þetta er ógeðslega flott og við erum að stækka kvennakörfuna og þetta er bara skemmtun hérna. “ Hallgrímur viðurkenndi að hans lið hafi átt við ofurefli að etja. „Jú jú, alveg klárlega og þó ég hafi verið cocky og flottur hérna í viðtölum fyrir seríu og í fyrsta leik og öðrum leik að krefja liðið mitt um sigur að þá er þetta bara ógeðslega flott Keflavíkurlið og ég óska Keflavík til hamingju, vel staðið að þessu. Tveir flottir erlendir leikmenn og svo bara upp aldar stelpur plús Eygló.“ „Þær verða sterkari, betri og mæta tilbúnari til leiks“ Hallgrímur dró mikinn lærdóm úr þessu einvígi og vetrinum. „Við erum búnar að læra það að við erum ógeðslega góðar þegar við stöndum saman sem lið. Við lærum í þessari seríu að harka er á allt öðru leveli ef þú ætlar að vera topp fimm í þessari deild. Við lærum það að við þurfum framlög úr fleiri áttum, þó það geti verið erfitt miðað við hvernig sóknarleikurinn er stilltur upp hjá mér að þá finnst mér að mínar stelpur hafi brugðist ótrúlega vel við. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ungt lið.“ „Við erum kannski ekki allar fæddar 2007 en þetta er ungt lið, reynslulítið lið. Stelpur sem voru að spila síðasta vetur og voru kannski ekki í stóru hlutverki og fengu að koma inn á voru í lykilhlutverki núna og það er lærdómur. Þær verða bara miklu sterkari, betri og mæta miklu tilbúnari til leiks á næsta tímabili.“ Keflavík átti í miklu basli með Korinne Campbell í kvöld en Hallgrímur hefði viljað fá meira framlag frá öðrum úr sínu liði. „Þetta var það sem var opið fyrir okkur. Ég hefði alveg verið til í að vera með eins og Keflavík og vera með tíu leikmenn í kringum tíu stigin og allar með fimm stoðsendingar og allar með fimm fráköst en við bara fóðruðum dýrið og dýrið borðaði og Keflavík átti bara í miklum erfiðleikum með Kasey í dag.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Fjölnir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum