Viðskiptablaðið greinir frá kaupum félagsins Kristins á níu prósenta hlut í PPH, móðurfélagi Dominos. Hluturinn var í eigu Eyju fjárfestingafélagi VI sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur.
Kaupin áttu sér stað í fyrra ef marka má breytingar á hluthafalista móðurfélags Domino's. PPH velti 6,6 milljörðum króna í fyrra en tapaði þó 147 milljónum króna á árinu. Eignir PPH nema 3,4 milljörðum króna og eigið fé var 1,5 milljarður króna í árslok 2023.