Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 19:29 Samkvæmt síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára munu útgjöld ríkissjóðs aukast á næstu árum og ekki verður ráðist í niðurskurð til að slá á þenslu í efnahagslífinu. Vísir/Vilhelm Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. Sigurður Ingi Jóhannsson segir ríkissjóð verða rekinn með halla allt til ársins 2028. Áætlunum um viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar er frestað um fimm ár. Boðaðar aðhaldsaðgerðir nema rétt rúmlega einu prósenti af tekjum ríkisins. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir fjármálaáætlunina styðja við minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi. Útgjöld ríkisins muni vaxa a næstu árum. „En þau vaxa með hófsömum hætti af því að við teljum að það sé skynsamlega leiðin. Þannig aðskuldahlutfallið fer lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á sama tíma,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisstjórnir fara oft á kosningafyllerí síðasta vetur fyrir kosningar. Þarf að passa sig á því næsta vetur? „Það er engin hætta á því. Við erum hér að leggja áherslu á ábyrga fjármálaáætlun og ábyrg fjármál. Ég hef enga trú á öðru en það gangi eftir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Í spilaranum hér að neðan má sjá fréttina ásamt viðtali við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, um fjármálaáætlun, söluna á Íslandsbanka og vantrauststillögu þingflokka Pírata og Flokks fólksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir ríkissjóð verða rekinn með halla allt til ársins 2028. Áætlunum um viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar er frestað um fimm ár. Boðaðar aðhaldsaðgerðir nema rétt rúmlega einu prósenti af tekjum ríkisins. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir fjármálaáætlunina styðja við minnkun verðbólgu og lækkun vaxta.Vísir/Vilhelm Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans,“ segir Sigurður Ingi. Útgjöld ríkisins muni vaxa a næstu árum. „En þau vaxa með hófsömum hætti af því að við teljum að það sé skynsamlega leiðin. Þannig aðskuldahlutfallið fer lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á sama tíma,“ segir fjármálaráðherra. Ríkisstjórnir fara oft á kosningafyllerí síðasta vetur fyrir kosningar. Þarf að passa sig á því næsta vetur? „Það er engin hætta á því. Við erum hér að leggja áherslu á ábyrga fjármálaáætlun og ábyrg fjármál. Ég hef enga trú á öðru en það gangi eftir,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Í spilaranum hér að neðan má sjá fréttina ásamt viðtali við þau Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, um fjármálaáætlun, söluna á Íslandsbanka og vantrauststillögu þingflokka Pírata og Flokks fólksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 „Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46
„Taktlaust og ósmekklegt“ „Okkur þykir það einstaklega slæm skilaboð að það að axla ábyrgð sé að komast upp með það að fara ekki eftir neinum reglum sem um störf þessara aðila gilda eins og þau hafa sýnt og sannað. Við teljum það ekki vera að axla ábyrgð á ganga á milli ráðuneyta í stað þess að stíga til hliðar og viðurkenna að það að maður hafi gerst brotlegur í starfi.“ 16. apríl 2024 11:40