Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. apríl 2024 14:32 Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Miðflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun