Blöskrar að ekki hafi verið leitað til heimafólks Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:27 Hinrik Svansson, rekstrarstjóri HS kerfa á Akureyri, segir óeðlilegt að Landsvirkjun hafi ekki efnt til útboðs þegar kom að árshátíð fyrirtækisins sem haldin var á Egilsstöðum um helgina. Hilmar Friðjónsson Rekstrarstjóri hljóðkerfa- og ljósaleigu á Akureyri segir óeðlilegt að tæki og tól sem notuð voru á árshátíð Landsvirkjunar hafi verið keyrð austur frá Reykjavík í stað þess að þau væru leigð af aðilum á Norðurlandi. Hann segir Þóru Arnórsdóttir fara með rangt mál þegar hún fullyrði að ferðin skili nærsamfélaginu tugum milljóna. Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik. Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Árshátíð Landsvirkjunar var haldin á Egilsstöðum liðna helgi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 starfsmenn en gestir á árshátíðinni voru samtals um 450. Þar af var hátt í 300 manns flogið frá Reykjavík með leiguþotu sem Landsvirkjun leigði af Icelandair. Kostnaður við árshátíðina var í kringum 100 milljónir króna og var meðal annars gagnrýndur í umræðum á Alþingi í gær. Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, tjáði Vísi í gær að Landsvirkjun hefði ekkert að fela né skammast sín fyrir varðandi árshátíðina. Þá tók hún fram að árshátíðin skilaði nærsamfélaginu á Egilsstöðum tugum milljóna. Tækjabúnaður keyrður á staðinn frá Reykjavík Hinrik Svansson er rekstrarstjóri HS kerfa sem er hljóðkerfa- og ljósaleiga staðsett á Akureyri. Hann gefur lítið fyrir orð Þóru varðandi staðhæfingu hennar um að peningarnir verði mikið til eftir á svæðinu. Hann gagnrýnir að Landsvirkjun hafi aðalega verslað við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og flutt tæki og tól þaðan í stað þess að leita til viðburðastofa og tækjaleiga á Norðurlandi. „Á Akureyri starfa bæði Viðburðastofa Norðurlands og HS Kerfi sem hafa sinnt öllu Norður og Austurlandi til fjölda ára. Það var ekki leitað til okkar varðandi tilboði í þessa árshátíð sem er frekar skrítið þegar allur tækjabúnaður er á svæðinu og öll kunnátta til staðar til þess að halda veislu af þessari stærðargráðu,“ segir Hinrik. Þá bendir hann á að allur tækjabúnaður fyrir veislu af þessari stærðargráðu hafi nú þegar verið til staðar vegna 600 manna árshátíðar Alcoa sem haldin var á Reyðarfirði helgina á undan. „Því stóð allur búnaður óhreyfður og ekki í notkun í nánast næsta húsi. Það hefði verið mjög ódýrt og einfalt að setja hann upp fyrir þau og halda flotta veislu fyrir brot af þeirri upphæð sem þau greiddu til Exton. Sá búnaður kom að mestu með bíl frá Reykjavík, sem er auðvitað galið sama hvernig litið er á málið.“ HS-Kerfi er hljóðkerfa og ljósaleiga staðsett á Akureyri en þjónar bæði Norður og Austurlandi.HS kerfi Hinrik telur mikilvægt að vekja athygli á málinu þar sem fyrirtæki á Norður- og Austurlandi sem séu í erfiðu samkeppnisumhverfi við stóra aðila í Reykjavík hafi ekki fengið tækifæri til að skila inn tilboði í jafn stórt verkefni og árshátíð Landsvirkjunar. „Að auki er hægt að benda á að engin af þeim stórum leigum hér heima fengu að skila inn tilboði heldur, þá er ég að tala um Luxor, Hljóð X og Sonik,“ segir Hinrik.
Landsvirkjun Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15. apríl 2024 17:38
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent