Vonar að trúin sé enn til staðar á Sauðárkróki Aron Guðmundsson skrifar 15. apríl 2024 15:30 Pétur Rúnar (til hægri) er einn af burðarásunum í liði ríkjandi Íslandsmeistara Tindastóls sem þurfa alvöru frammistöðu gegn Grindavík í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla Vísir/ Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls þurfa að verja vígi sitt er liðið tekur á móti Grindavík í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir mæta til leiks eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik. Á heimavelli sem hefur ekki reynst eins gjöfull og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu. Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls hefur trú á því að liðið geti snúið genginu við og treystir því að fólk hafi enn trú á Íslandsmeisturunum.„Það er tilhlökkun í mannskapnum fyrir því að spila fyrsta leikinn í úrslitakeppni á heimavelli á þessu tímabili,“ segir Pétur Rúnar í samtali við Vísi. „Við erum staðráðnir í því að gera betur en í síðasta leik. Staðan er bara þannig að við þurfum að stimpla okkur af krafti inn í þessa úrslitakeppni.“ „Við erum búnir að fara vel yfir síðasta leik. Hvað fór úrskeiðis þar og hvað var gott í okkar leik, þrátt fyrir að það góða hafi kannski ekki verið mikið. Við ætlum okkur að gera betur og mæta af krafti og hörku í þennan leik á eftir. Við megum ekki leyfa þeim að líða eins vel og þeim leið í fyrsta leiknum. Þeir fengu bara að valsa um og gera allt sem að þeir vildu. Sama um hvern þeirra leikmanna var að ræða. Basile og Kane löbbuðu fram hjá okkur í átt að körfunni. Julio og Mortensen rúlluðu að hringnum og svo voru menn að fá galopin skot fyrir utan líka. Við þurfum að gera margt betur varnarlega en við sýndum í þessum fyrsta leik.“ Titilvörn Tindastóls til þessa hefur ekki verið upp á marga fiska og líkt og bent er á í ítarlegri grein Óskars Ófeigs um heimavöll liðsins, Síkið, þá hefur það vígi ekki reynst eins gjöfult og undanfarin tímabil. Pétur Rúnar hefur trú á því að heimavöllurinn geti gefið Stólunum fleiri góðar stundir og býst hann við mögnuðum stuðningi af pöllunum í kvöld til þess að hjálpa liðinu í sinni baráttu. „Ég býst við því allavegana. Ég vona að fólk hafi enn trú á okkur, held það sé raunin. Það er bara okkar að leiðrétta þetta gengi sem hefur verið brösótt í vetur á heimavelli. Ég hef fulla trú á því að það breytist í kvöld.“ Leikur tvö í einvígi Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway deildar karla verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefjum við leika þar klukkan sjö í kvöld. Strax að leik loknum tekur Subway körfuboltakvöld svo við og fer yfir það helsta í beinni úrsendingu frá Síkinu.
Subway-deild karla Tindastóll Grindavík Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira