Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 15:01 Keyshawn Woods var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leiknum og þarf að skila miklu meira í Síkinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár. Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00. Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum