Utan vallar: Síkið orðið þurrt og greiðfært Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2024 15:01 Keyshawn Woods var ólíkur sjálfum sér í fyrsta leiknum og þarf að skila miklu meira í Síkinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Síkið hefur verið mörgum liðum erfitt yfirferðar undanfarin ár en í dag eru það aftur á móti heimamenn sem eru í vandræðum á sínum eigin heimavelli að skila kröfuhörðu stuðningsfólki sínu eitthvað í líkingu við það sem þeir hafa boðið upp á síðustu ár. Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00. Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari karla í körfubolta en Stólarnir hafa ekki spilað eins og meistarar í Subway deild karla í vetur. Þvert á móti eru þeir á góðri leið með að tryggja sér helstu metin yfir verstu titilvörn sögunnar. Í kvöld fá þeir enn eitt prófið og fall í kvöld gæti orðið liðinu dýrkeypt. Grindvíkingar léku sér að Íslandsmeisturunum í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum og geta því komist í 2-0 með sigri í kvöld. Það myndi þýða að Stólarnir yrðu aðeins einum tapleik frá snemmbúnu sumarfríi. Pressa frekar en hvatning Stuðningsmenn Stólanna reyndu að kveikja í sínum mönnum fyrir leik eitt með litlum árangri og munu eflaust mæta aftur kátir og hvetjandi í kvöld. Þeir eru engum líkir. Þeir hafa ekki gefist upp þótt að það líti út fyrir að nokkrir leikmenn liðsins séu hreinlega að bíða eftir að tímabilið klárist. Síkið hefur í flestra augum verið einn erfiðasti útivöllur landsins en það virðist vera að sá frábæri stuðningur sem Stólarnir fá á Króknum breytist frekar í pressu heldur en hvatningu fyrir leikmenn liðsins. Stólarnir unnu ellefu heimaleiki í röð í úrslitakeppni áður en kom að lokaúrslitunum í fyrra. Þar lögðu þeir grunn að titlinum með því að vinna þrjá leiki í röð á Hlíðarenda. Valsmenn unnu tvisvar á Króknum og svo aftur í Meistarakeppninni í haust. Tapa öllum stóru leikjunum heima Tindastólsliðið vann síðan þrjá af fimm heimaleikjum sínum í deildinni fyrir áramót sem var ekkert rosalega góður árangur á þeirra mælikvarða en þó mun betri en það sem tók við á nýju ári. Stólarnir unnu aðeins tvo af sex síðustu heimaleikjum sínum í deildarkeppninni og báðir þeir sigrar komu á móti liðunum sem féllu úr deildinni. Í raun hefur Tindastóll tapað fimm heimaleikjum í röð á móti þeim sex liðum sem enduðu ofar en þeir í töflunni og það er sláandi tölfræði fyrir lið sem hefur státað sig af einum sterkasta heimavelli deildarinnar. Síkið lítur nú fyrir að vera þurrt og greiðfært. Það á að öllu eðlilegu að vera erfitt að spila í Síkinu en er þessa dagana einna erfiðast fyrir Stólana sjálfa. Þeir þurfa að sýna það í kvöld að stuðningurinn í stúkunni gefi þeim orku í stað þess að taka hana frá því þeim. Leikur Tindastóls og Grindavíkur hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.00.
Subway-deild karla Tindastóll UMF Grindavík Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira