Samkennd og skólastarf Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 10:31 Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun