Celtics og Thunder deildarmeistarar og umspilið klárt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:01 Shai Gilgeous-Alexander spilaði 16 mínútur og skoraði 15 stig í kvöld. Joshua Gateley/Getty Images Deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er nú lokið. Boston Celtics fór með sigur af hólmi í Austrinu og Oklahoma City Thunder í Vestrinu. Þá er ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um sæti í úrslitakeppninni. Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024 Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Celtics voru fyrir lifandi löngu búnir að tryggja sér sigur í Austrinu en lögðu samt sem áður lánlaust lið Washington Wizards með tíu stiga mun í dag, lokatölur 132-122. New York Knicks stal 2. sætinu með eins stigs sigri á Chicago Bulls, 120-119, í framlengdum leik þar sem Orlando Magic gerði sér lítið fyrir og snýtti Milwaukee Bucks, 113-88. Bucks voru án Giannis Antetokounmpo og það sást. Jalen Brunson skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Knicks. Philadelphia 76ers endar í 7. sæti og mætir Miami Heat um sæti í úrslitakeppninni. Chicago Bulls mætir Atlanta Hawks sömuleiðis í umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. Stöðuna í Austurdeildinni má sjá hér að neðan. The East standings are set https://t.co/6wbXw6XcyC— NBA (@NBA) April 14, 2024 Í Vestrinu gátu enn þrjú lið endað í 1. sæti en það hefur aldrei áður gerst að þrjú lið séu í þeirri stöðu í lokaumferð deildarkeppninnar. Á endanum var það Oklahoma City Thunder sem stóð uppi sem sigurvegari en liðið flengdi Dallas Mavericks í kvöld, lokatölur 135-86. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2013 sem OKC endar í 1. sæti Austursins. Dallas var þegar fast í 5. sæti og hvíldi sína bestu menn í kvöld. Það gerði OKC líka þegar líða fór á leikinn. Einnig var mikil spenna hvaða lið myndu enda hvar í umspili Vesturdeildar. Liðin sem voru í 7. til 10. sæti fyrir leiki kvöldsins unnu öll sína leiki. Lakers lagði New Orleans Pelicans með 16 stiga mun, 124-108, en Lakers kláraði leikinn svo gott sem í fyrri hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur með 30 stig ásamt því að taka 11 fráköst. Þá endaði LeBron James deildarkeppnina á þrefaldri tvennu: 28 stig, 17 stoðsendingar og 11 fráköst. LeBron finds AD with the touch pass for his 15th AST! pic.twitter.com/pHqZ5BKMhL— NBA TV (@NBATV) April 14, 2024 Suns lagði Minnesota Timberwolves, sem var í baráttu um 1. sætið, örugglega - lokatölur 125-106. Bradley Beal skoraði 36 stig, Devin Booker 23 og Kevin Durant 15. Sigurinn lyfti Suns upp í 6. sætið og þar sem Lakers pakkaði Pelicans saman þá er það Pelicans sem fellur niður í umspilið. Þar sem Pelicans endar í 7. sæti og Lakers sæti neðar þá mætast þá að nýju í umspilinu. Nágrannaliðin Kings og Warriors mætast svo í hinum umspilsleiknum en bæði lið enduðu tímabilið með 46 sigra og 36 töp. Hér að neðan má sjá lokastöðuna í Vestrinu og hvernig úrslitakeppnin lítur út að svo stöddu. West postseason seeds are set https://t.co/6K64pjvscp— NBA (@NBA) April 14, 2024
Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina.
Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira