Óafturkræf mistök Auður Axelsdóttir skrifar 14. apríl 2024 12:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök. Störf 35 einstaklinga verða leyst upp og finna á önnur störf með “starfsþróun” í huga. Það er eitthvað skakkt við þetta og hvers vegna þessi hraði? Einstaklingar sem hafa skerta starfsorku þurfa fyrst og fremst öryggi, virðingu og stuðning til að geta skilað af sér verkefnum og fundið til sín. Að tilheyra vinnustað og vera í hópi skiptir öllu máli. Stuðningur sem byggir á hlýju og hvatningu er lykilatriði og getur skipt sköpum. Í þannig umhverfi er möguleiki á að það þróist aukin starfsgeta með tímanum en makmiðið ætti alltaf að vera vellíðan á vinnustað og aukin lífsgæði starfsfólksins. Múlalundur er þar að auki í fallegu umhverfi Reykjalundar sem hefur alla tíð lagt metnað í að veita störf með hæfingu og endurhæfingu að leiðarljósi. Í minningunni voru vistmenn Reykjalundar allir að gera eitthvað, unnu m.a. við framleiðslu á leikföngum, lömpum og legókubbum svo dæmi séu tekin. Að hafa hlutverk var dýrmætt, að vinna í hópi fólks styrkti félagslegu tengslin og baráttan við heilsubrest varð bærilegri. Á Múlalundi er byggt á reynslunni sem skapaðist á Reykjalundi um að eflandi umhverfi sem byggir á samkennd og samvinnu getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan einstaklinga með skerta starfsorku. Í mínu starfi hef ég hitt nokkra einstaklinga sem hafa fengið þjálfun hjá Múlalundi, í framhaldinu komið við í Hugarafli og síðan haldið á almennan vinnumarkað með góðum árangri. Á leiðinni var það alltumlykjandi stuðningur og hvetjandi umhverfi sem vísaði veginn og skilaði þessum árangri. Þessir einstaklingar gátu á endanum valið störf sem hentuðu þeirra framtíðaráformum. Nú verður starfshópnum á Múlalundi tvístrað. Og ferlið er komið af stað og sótt hefur verið um störf hér og þar á vegum Vinnumálastofnunar. Ég velti fyrir mér hvort það hafi á einhverjum tímapunkti verið talað við þá einstaklinga sem hér um ræðir, höfðu þau rödd í undirbúningsferlinu þegar ákvörðun var tekin? Eru til einhverjar staðreyndir um að sé svona hópur leystur upp og fari á aðra vinnustaði, væntanlega einn á hverjum stað, að það skili öðrum og betri niðurstöðum? Er tekið tillit til þess að það að mögulega eini aðilinn á stórum vinnustað með skerta starfsorku geti valdið óöryggi og jafnvel niðurbroti? Er það vænlegt til “starfsþróunar”? Er það meiningin að hver og einn vinnustaður, væntanlega 35 vinnustaðir geti boðið uppá þessa nálgun sem Múlalundur hefur veitt og þróað í áratugi?? Að lokum, verður þessari ákvörðun fylgt eftir með óháðri rannsókn á því hvernig þessum einstaklingum reiðir af, hvort þeim líði betur, hvort þeirra félagslegu þörfum sé mætt og hvort “starfsþróun” sé betri á öðrum vinnustöðum? Hyggilegast væri að bakka með þessa ákvörðun og beina kröftunum að því að efla innra starf Múlalundar. Höfundur er framkvæmdastjóri Hugarafls.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar