Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er gerð nánari grein fyrir málinu nema að bifreiðin hafi að endingu fundist.
Sjö gistu fangageymslur eftir nóttina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um slys á skemmtistað í miðbænum þar sem gestur er talinn hafa dottið niður tröppur og sjúkralið sent á staðinn. Ekki er vitað um ástand eða áverka hins slasaða.
Þá var einn handtekinn og vistaður í fangageymslu eftir að fíkniefni og mikið magn reiðufé fundust í fórum hans. Maðurinn var ekki með skilríki en málið er í rannsókn.