Raforkuöryggi til framtíðar Hafsteinn Gunnarsson skrifar 13. apríl 2024 08:01 Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun