Litríkur og ljúffengur vikumatseðill Jönu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. apríl 2024 18:27 Jana er þekkt fyrir að deila heilsusamlegum uppskriftir með ört stækkandi fylgjendahóp á Instagram-síðu sinni. Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, heilsukokkur deilir litríkum og ljúffengum vikumatseðli með lesendum Vísis þessa vikuna. Uppskriftirnar eru fjölbreyttar og ættu að falla vel í kramið hjá matgæðingum landsins. Mánudagur Sítruslanga með jógúrtsósu og Tabbouleh Jana Hráefni 800 gr langa eða annar góður hvítur fiskur 1 og 1/2 lífrænar sítrónur 1 og 1/2 lífrænar appelsínur 3 hvítlauksrif ,skorin í þunnar sneiðar 1 rauðlaukur, skorinn í báta Svartur pipar (eftir smekk) Vorlaukur, 4 stilkar skornir í litla bita 1/2 rauður chili, skorinn í þunna hringi Ca 1 dl eða 1/2 bolli ólífuolía Sjávarsalt (eftir smekk) Aðferð: Stillið ofninn á 180ºC Skerið fiskinn í bita og setjið í eldfast mót. Kreistið safann úr hálfri appelsínu, hálfri sítrónu yfir fiskinn. Bætið rauðlauk, pipar, salti, vorlauk, hvítlauk, chili í fatið. Skerið afganginn af sítrónuninni og appelsínu í báta og bætið við í fatið. Látið réttinn marinerast í um 30 mínútur. Hellið ólífuolíunni yfir fiskinn og bakið í um 30 mínútur. Jógúrt sósa 1 bolli laktósalaus grísk jógúrt 2 hvítlauksrif - pressuð 1/2 tsk pipar 1/2 tsk salt 1/2 sítróna, safi og börkur 1 tsk hunang 2 msk ólífuolía 1/4 tsk chiliflögur 3/4 tsk þurrkuð mynta eða fersk smátt skorin myntublöð Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Tabbouleh Jana ½ bolli sesamfræ (skipti út fyrir bulgur sem er vanalega notað) 2 bollar agúrka, söxuð smátt 1 bolli tómatar, saxaðir smátt 1/2- 1 tsk. salt 2 búnt steinselja, söxuð smátt ⅓ bolli mynta, söxuð smátt ⅓ bolli ólífuolía 3-4 tsk. sítrónusafi 1 hvitlauksgeiri, pressaður Aðferð Blandið öllu hráefninu saman í skál. Látið standa í um 30 mínútur í kæli. Frábært og ferskt salat sem er stútfullt af næringu og vítamínum. Þriðjudagur Falafelbollur með gull tahinidressingu og fersku salati Jana Falafelbollur: 1 1/2 bolli soðnar kjúklingabaunir 1 bolli hrá sæt kartafla (skorin í lita bita eða rifin) 1/2 bolli sólblómafræ 3 msk kasjúhnetur 1 box kóríander 1/2 box steinselja 2 tsk malað kúmen (cumin) 1/4 tsk chili flögur 2 hvítlauksrif, pressuð salt og pipar 2-3 msk ólífuolía Smá sítrónusafi Aðferð: Hitið ofninn í 190 gráður. Öllum hráefnum blandað saman í matvinnsluvél, og blandað saman þar til “deigið” er vel klístrað saman. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og gerið litlar kúlur úr deiginu (hér finnst mér voða gott að nota ískúlu skeið til að fá kúlurnar jafn stórar og spara mér tíma í leiðinni) Bakið inni í ofni í 25-30 mín Jana Gull tahini Dressing: 1 dI tahini 4 msk sítrónusafi Safi úr 1/2 appelsínu 3 steinlausar döðlur 1 msk tamari sósa 1 hvítlauksrif 1/2 tsk gullkrydd 1 ½ dI vatn (Bætið við ef þið viljið hafa dressinguna þynnri) Smá salt og pipar Allt sett í blandara og blandað vel saman. „Dásamleg dressing sem geymist í um það bil 5 daga í lokuðu íláti í kæli.“ Miðvikudagur Krydduð, ljúffeng karrý & mangó grænmetissúpa með salati, brauði og hummus Jana Hráefni í súpu: 2 msk kókosolía eða olífuolía 1 blaðlaukur skorinn í þunna hringi 3 hvítlauksrif, pressuð 1-2 msk rautt karrýmauk (curry paste) 2 msk mangó chutney (sykurlítið) Smá biti ferskt engifer 1 tsk Gullkryddblanda (Kryddhúsið) 2/3 ferskur rauður chili -fer eftir því hveru sterka þið viljið súpuna. 5 bollar blandað grænmeti - upplagt að nota það sem er til í ísskápnum. Ég notaði gulrætur, sætar kartöflur, grasker, papriku og tómat. 2 dósir/fernur kókosmjólk (eða ca 4 bollar). 4 bollar grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur) Salt og pipar Smá skvetta af límónu- eða sítrónusafa Aðferð: Setjið olíu, blaðlauk, hvítlauk og karrýmauk í meðalstóran pott og eldið í nokkrar mínútur á meðalhita. Hrærið í á meðan og passið að brenna ekki. Setjið restina sem á að fara í súpuna ofan í pottinn og sjóðið vel saman á meðalhita í um 30 mínútur. Hrærið reglulega í súpunni. Þegar allt grænmetið er orðið eldað og mjúkt, færið þá súpuna í góðan blandara og blandið saman eða notið töfrasprota til að mauka súpuna saman. Saltið og piprið að vild. Toppið með fallegum litum eins og til dæmis ferskur kóríander sem passar einstaklega vel með þessarri súpu, ristuðum kókosflögum og skvettu af góðri olíu. Dásamlegur Hummus Jana Hráefni: 600 gr / 2 krukkur kjúklingabaunir, notið vökva úr annarri krukkunni 2 msk tahini (sesam smjör) eða 3 msk sesamfræ 2 msk góð ólífuolía safi úr ½ sítrónu 1 hvítlauksrif, afhýtt 1 tsk malað cumin ½ tsk salt Aðferð: Setjið allt saman í Vitamix í þeirri röð sem skráð er í uppskriftinni og festið lokið. Kveiktu á blandaranum á lægsta hraða, auktu síðan fljótlega upp í hæsta hraðann. Blandið saman í 1 mínútu, notaðu „tamperinn“ til að þrýsta öllu vel í átt að hnífunum. Kryddið eftir smekk með salti ef þér finnst það þurfa. „Þessi uppskrift er alveg hreint dasamleg og auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus úti í buð. Það er svo ekkert mál að bæta sólþurrkuðum tómötum, rauðrófu eða karrý og breyta bragðinu. Hummus er frábær sem næringarríkt álegg, ídýfa með fersku grænmeti og kexi eða út á salatskálina.“ Fimmtudagur Bakaðar sætar kartöflur með þeyttum bleikum salatosti, tómat, epla & basilsalsa „Dásamlegur réttur sem er frábær einn og sér þar sem hann er vel samansettur af próteinum, kolvetnum og fitu og stútfullur af vítamínum og góðum efnum fyrir þig.“ Jana Sætar kartöflur 3 stk sætar kartöflur 2-3 msk ólífuolía 1 msk Baharat Líbanon kryddblanda frá Kryddhúsinu Smá salt Aðferð: Skerið sætu kartöflurnar langsum í tvennt, setjið á bökunarpappír á bökunarplötu með opnu hliðina upp. Dreifið olíunni yfir sætu kartöflurnar og kryddið með kryddblöndunni og salti. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 30 mín. Hrærður „Whipped” bleikur salatostur (fetaostur) 1 krukka laktósafrír salatostur frá Arna (hellið olíunni af) 1-2 rauðrófur (fer eftir stærð) flysjaðar og skornar í bita ca. 100-150 gr 1/2 msk cumin duft Sett í matvinnsluvél og hrært saman þar til blandan er orðin silkimjúk. Tómat, epla og basilsalsa 2 tómatar skornir í litla bita 1 epli kjarnhreinsað og skorið í litla bita 1 hvítlauksrif, pressað 1/2 box fersk basílíka 4 msk ristaðar kasjúhnetur með chili, saxaðar gróft Salt & pipar 1/2 dós kjúklingabaunir (vatni hellt af) 2 msk gott pestó Aðferð: Byrjið á að blanda kjúklingabaununum við pestóið. Hrærið svo öllu saman í stóra skál Marineraður rauðlaukur „Þennan á ég alltaf inni í ísskáp því ég elska að poppa upp hvaða mat sem er með þessum marineraða lauk.“ Hráefni: 1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar á mandólíni 2 msk rifin rauðrófa 1 bolli hvítt edik 1 bolli vatn 1 msk hrásykur 1 msk sjávarsalt 1 tsk rósapiparkorn Aðferð: Setjið laukinn, rauðrófu og piparkornin í krukku Hitið edik, vatn, sykur og salt í meðalstórum potti við meðalhita. Hrærið þar til sykurinn og saltið eru búin að leysast upp, um það bil 1 mínútu. Látið kólna og hellið yfir laukinn. Setjið til hliðar til að kæla niður í stofuhita. Geymið síðan laukinn í ísskáp, í allt að þrjár vikur. Setjið réttinn saman Toppið hverja sæta kartöflusneið með hrærða bleika salatostinum, dreifið svo jafnt úr salsanu þar ofan á og toppið svo með marineruðum rauðlauk og jafnvel smá sítrónuolíu og salti. Föstudagur „Pizzukvöld eru heilög stund á föstudögum hjá okkur en þá sér maðurinn minn og dóttur okkar um eldamennskuna. Ég geri stundum hrökkbrauðspizzurnar mínar í forrétt með matarmiklu salati.“ Jana Skotheld uppskrift af góðu pizzudegi Hráefni: 1 ½ bolli auk 1 matskeið (368 grömm) volgu vatni 1 hrúga teskeið (3 ½ grömm) þurrger 5 ¼ bollar (613 grömm) "00" hveiti, auk auka til að nota við pizzubotnagerðina 3 teskeiðar (18 grömm) sjávarsalt Aðferð: Byrjið á því að blanda vatni og þurrgeri saman og hræra vel þar til blandan freyðir örlítið. Setjið hnoðarann á hrærivélina og látið hnota á hægum hraða. Blandið hveiti og salti saman. Bætið vatns- og gerblöndunni rólega út í. Þegar allt er orðið vel blandað, látið vélina hnoða áfram í um 10 mínútur. Þekið skálina með plastfilmu eða rökum klút og látið deigið hefast í 1-2 klst. Frækex „Pizzur“ með pestói, grænmeti og ávöxtum Jana Hráefni: 1 ½ bolli hörfræ 1 bolli sesamfræ ½ bolli graskersfræ ½ bolli sólblómafræ ½ bolli möndluduft 1 msk. óreganó 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk. sjávarsalt Smá af cayenne pipar eða svartur pipar Ca. 2 bollar af vatni Aðferð: Öllu blandað vel saman í skál og látið bíða í 2-3 klst. eða þar til að blandan er vel klístruð saman. Næst takið þið blönduna og þrýstið deiginu á pappírsklædda ofnplötu. Ég nota alltaf auka bökunarpappír til að þrýsta deiginu vel niður til að það verði alveg þunnt. Bakið eða þurrkið í ofni við 160 gráður í allt að 40 mínútur þar til kexið hefur þornað. Tékkið reglulega á því og snúið deiginu við eftir ca 30 mín. Það má gjarnan leika sér með kryddin í þessu kexi. Rautt pestó 2 stk ferskir tómatar 1,5 dl sólþurrkaðir tómatar 1 epli fræhreinsað 1-2 gulrætur 1/4 rauðlaukur 2 steinlausar döðlur 2 tsk óreganó 1/2 tsk chili pipar eða meira (mér finnst best að hafa þetta vel kryddað) 1/2 tsk sjávarsalt Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Jana „Toppaðu frækexið með pestói, spínati eða klettasalati, jarðarberjum, avókadó, mangó, hnetum, fræjum og jafnvel rifnum parmesan osti eða öðru sem þig langar í.“ Laugardagur Grilluð Bleikja með möndlum, kókos og litríku salsa Hráefni: 600 gr bleikjuflök 70 gr möndlur, saxaðar 1/2 msk rifið ferskt engifer, ca 3 cm bútur Safi og börkur úr 1 sítrónu 1/3 rauður chili, fínt saxaður 2 stk vorlaukur, saxaður 3 msk akasíuhunang 3 msk ristuð sesamolía 3 msk blönduð sesamfræ (svört og hvít eða bara hvít) 1 og 1/2 msk tamarisósa 1/3 bolli ristaðar kókosflögur 1/3 bolli ólífuolía Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið bleikjuflökin í eldfast mót. Öllu nema bleikjuflökunum blandað saman í skál og borið næst á bleikjuna. Látið standa í ca 30 mín i kæli og setjið svo inn í heitann ofn í 12-14 mínútur eða þar til allt er orðið vel gyllt á litinn og bleikjan elduð. Frábært að bera fram með góðu og fersku salsa eins og til dæmis með papriku, tómat, mangó og basil salsa Papriku, tómat, mangó og basil salsa 2 paprikur, kjarnhreinsaðar og skornar í litla teninga - smá olífuolía, salt og chili flögur 3 tómatar, skornir í litla bita 2 mangó, flysjað og skorið í litla bita 1/3 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar ( marineraður í 30 min í edik/ edil svo hellt af) 1/2 bolli granateplafræ 1/2 búnt basil, gróft saxað 1/2 búnt kóríander, gróft saxað Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið papriku bitana á bökunnarpappírs klædda ofnplötu, hellið smá ólífuolíu , salt og chili flögum og bakið í um 20 mínútur. Dressing 3 msk ólífuolía 2 msk sítrónusafi 1 tsk akasíhunang Salt & pipar Setjið allt fyrir dressinguna í krukku, lokið og hrisstið vel saman Sunnudagur Unaðsleg sveppa- og timíansúpa með salati „Dásamleg súpa sem er frábær með hvítlauksbrauði.“ Jana Hráefni: 700 gr sveppir 1 laukur 2 hvítlauksrif 2 selerístilkar 1 msk þurrkað timían 3 msk ólífuolía 2 dósir kókosmjólk 600 ml grænmetiskraftur (vatn og grænmetisteningar) Aðferð: Saxið laukinn og selerí smátt. Steikið sveppi, lauk, hvítlauk, sellerí og timían í nokkrar mínútur í stórum potti í ólífuolíunni. Bætið kókosmjólk og grænmetissoði í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá salti út í eða grænmetiskrafti. Maukið súpuna í lokin með töfrasprota þar til hún verður flauelsmjúk. Gull kínóasalat með grilluðu rótargrænmeti og gulldressingu Jana Hráefni: 1 bolli kínóa 2 bollar vatn 1 msk Indverskt karrýduft Smá salt Smá svartur pipar 1 msk kókosolía Aðferð Setjið allt saman í pott og hrærið vel saman, fáið suðuna upp, lækkið undir pottinum og látið malla þannig í nokkrar mínútur, slökkvið svo undir og lokið pottinum og bíðið í ca 20 mín eða þar til kínóað er tilbúið. Grænmeti 500 gr sætar kartöflur, þvegnar og skornar í litla bita 4 gulrætur skornar í litla bita 2-3 msk steikingarolía frá Muna Sítrónupipar Indverskt karrýduft Salt, chiliflögur Allt saman á bökunarplötu með bökunarpappír, blandað vel saman og dreift vel úr og því næst bakað. Bakið í ca. 20-25 min í 200 gráðu heitum ofni. Takið út og kælið. Gull sólblómafræ Hráefni: 2/3 bolli sólblómafræ frá Muna 2 tsk tamari eða sojasósa 1/2 tsk túrmerikduft 1 tsk akasíuhunang frá Muna Aðferð: Hrærið vel saman og hitið í ofni í ca 5 mín eða þar til sólblómafræin eru orðin gullin. Gott að setja í ofninn á meðan sætu kartöflurnar og gulræturnar bakast. (Fylgist með að fræinn brenni ekki). Önnur hráefni í salatinu: 10 stk steinlausar döðlur, skornar í litla bita 1-2 apríkósur eða nektarínur, skornar í litla bita 1/2 box af kóríander saxað gróft 3 msk graskersfræ 1/2 bolli gullsólblómafræ Gull Dressing Hráefni: 2/3 bolli góð ólífuolía Safi úr 1/2 sítrónu 1 msk akasíuhunang eða önnur sæta 1 tsk gullkryddblanda 1/2 tsk svartur pipar 1/4 tsk salt Smá chiliflögur Setjið í krukku og hristið saman eða setjið í skál og hrærið vel saman. Blandið öllum hráefnum saman í stóra skál, gull kínóa, bökuðu sætu kartöflunum og gulrótunum, döðlum, nektarínum, kóríander og fræjum. Toppið svo með gulldressingunni og jafnvel smá sítrónuberki og sjávarsalti. Fyrir áhugasama má nálgast fleiri uppskriftir á Instagram og vefsíðunni Jana.is Uppskriftir Heilsa Matseðill vikunnar Matur Súpur Tengdar fréttir Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku. 3. apríl 2024 15:00 Grænn og vænn mánudagsdrykkur Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna. 11. mars 2024 15:23 Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum. 8. mars 2024 10:01 Ómótstæðilegir espresso orkubitar Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 5. mars 2024 15:40 Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan. 6. febrúar 2024 13:30 Gul súpa fyrir gula viðvörun Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 31. janúar 2024 10:22 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Mánudagur Sítruslanga með jógúrtsósu og Tabbouleh Jana Hráefni 800 gr langa eða annar góður hvítur fiskur 1 og 1/2 lífrænar sítrónur 1 og 1/2 lífrænar appelsínur 3 hvítlauksrif ,skorin í þunnar sneiðar 1 rauðlaukur, skorinn í báta Svartur pipar (eftir smekk) Vorlaukur, 4 stilkar skornir í litla bita 1/2 rauður chili, skorinn í þunna hringi Ca 1 dl eða 1/2 bolli ólífuolía Sjávarsalt (eftir smekk) Aðferð: Stillið ofninn á 180ºC Skerið fiskinn í bita og setjið í eldfast mót. Kreistið safann úr hálfri appelsínu, hálfri sítrónu yfir fiskinn. Bætið rauðlauk, pipar, salti, vorlauk, hvítlauk, chili í fatið. Skerið afganginn af sítrónuninni og appelsínu í báta og bætið við í fatið. Látið réttinn marinerast í um 30 mínútur. Hellið ólífuolíunni yfir fiskinn og bakið í um 30 mínútur. Jógúrt sósa 1 bolli laktósalaus grísk jógúrt 2 hvítlauksrif - pressuð 1/2 tsk pipar 1/2 tsk salt 1/2 sítróna, safi og börkur 1 tsk hunang 2 msk ólífuolía 1/4 tsk chiliflögur 3/4 tsk þurrkuð mynta eða fersk smátt skorin myntublöð Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman. Tabbouleh Jana ½ bolli sesamfræ (skipti út fyrir bulgur sem er vanalega notað) 2 bollar agúrka, söxuð smátt 1 bolli tómatar, saxaðir smátt 1/2- 1 tsk. salt 2 búnt steinselja, söxuð smátt ⅓ bolli mynta, söxuð smátt ⅓ bolli ólífuolía 3-4 tsk. sítrónusafi 1 hvitlauksgeiri, pressaður Aðferð Blandið öllu hráefninu saman í skál. Látið standa í um 30 mínútur í kæli. Frábært og ferskt salat sem er stútfullt af næringu og vítamínum. Þriðjudagur Falafelbollur með gull tahinidressingu og fersku salati Jana Falafelbollur: 1 1/2 bolli soðnar kjúklingabaunir 1 bolli hrá sæt kartafla (skorin í lita bita eða rifin) 1/2 bolli sólblómafræ 3 msk kasjúhnetur 1 box kóríander 1/2 box steinselja 2 tsk malað kúmen (cumin) 1/4 tsk chili flögur 2 hvítlauksrif, pressuð salt og pipar 2-3 msk ólífuolía Smá sítrónusafi Aðferð: Hitið ofninn í 190 gráður. Öllum hráefnum blandað saman í matvinnsluvél, og blandað saman þar til “deigið” er vel klístrað saman. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og gerið litlar kúlur úr deiginu (hér finnst mér voða gott að nota ískúlu skeið til að fá kúlurnar jafn stórar og spara mér tíma í leiðinni) Bakið inni í ofni í 25-30 mín Jana Gull tahini Dressing: 1 dI tahini 4 msk sítrónusafi Safi úr 1/2 appelsínu 3 steinlausar döðlur 1 msk tamari sósa 1 hvítlauksrif 1/2 tsk gullkrydd 1 ½ dI vatn (Bætið við ef þið viljið hafa dressinguna þynnri) Smá salt og pipar Allt sett í blandara og blandað vel saman. „Dásamleg dressing sem geymist í um það bil 5 daga í lokuðu íláti í kæli.“ Miðvikudagur Krydduð, ljúffeng karrý & mangó grænmetissúpa með salati, brauði og hummus Jana Hráefni í súpu: 2 msk kókosolía eða olífuolía 1 blaðlaukur skorinn í þunna hringi 3 hvítlauksrif, pressuð 1-2 msk rautt karrýmauk (curry paste) 2 msk mangó chutney (sykurlítið) Smá biti ferskt engifer 1 tsk Gullkryddblanda (Kryddhúsið) 2/3 ferskur rauður chili -fer eftir því hveru sterka þið viljið súpuna. 5 bollar blandað grænmeti - upplagt að nota það sem er til í ísskápnum. Ég notaði gulrætur, sætar kartöflur, grasker, papriku og tómat. 2 dósir/fernur kókosmjólk (eða ca 4 bollar). 4 bollar grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur) Salt og pipar Smá skvetta af límónu- eða sítrónusafa Aðferð: Setjið olíu, blaðlauk, hvítlauk og karrýmauk í meðalstóran pott og eldið í nokkrar mínútur á meðalhita. Hrærið í á meðan og passið að brenna ekki. Setjið restina sem á að fara í súpuna ofan í pottinn og sjóðið vel saman á meðalhita í um 30 mínútur. Hrærið reglulega í súpunni. Þegar allt grænmetið er orðið eldað og mjúkt, færið þá súpuna í góðan blandara og blandið saman eða notið töfrasprota til að mauka súpuna saman. Saltið og piprið að vild. Toppið með fallegum litum eins og til dæmis ferskur kóríander sem passar einstaklega vel með þessarri súpu, ristuðum kókosflögum og skvettu af góðri olíu. Dásamlegur Hummus Jana Hráefni: 600 gr / 2 krukkur kjúklingabaunir, notið vökva úr annarri krukkunni 2 msk tahini (sesam smjör) eða 3 msk sesamfræ 2 msk góð ólífuolía safi úr ½ sítrónu 1 hvítlauksrif, afhýtt 1 tsk malað cumin ½ tsk salt Aðferð: Setjið allt saman í Vitamix í þeirri röð sem skráð er í uppskriftinni og festið lokið. Kveiktu á blandaranum á lægsta hraða, auktu síðan fljótlega upp í hæsta hraðann. Blandið saman í 1 mínútu, notaðu „tamperinn“ til að þrýsta öllu vel í átt að hnífunum. Kryddið eftir smekk með salti ef þér finnst það þurfa. „Þessi uppskrift er alveg hreint dasamleg og auðveld og mun ódýrari en að kaupa tilbúinn hummus úti í buð. Það er svo ekkert mál að bæta sólþurrkuðum tómötum, rauðrófu eða karrý og breyta bragðinu. Hummus er frábær sem næringarríkt álegg, ídýfa með fersku grænmeti og kexi eða út á salatskálina.“ Fimmtudagur Bakaðar sætar kartöflur með þeyttum bleikum salatosti, tómat, epla & basilsalsa „Dásamlegur réttur sem er frábær einn og sér þar sem hann er vel samansettur af próteinum, kolvetnum og fitu og stútfullur af vítamínum og góðum efnum fyrir þig.“ Jana Sætar kartöflur 3 stk sætar kartöflur 2-3 msk ólífuolía 1 msk Baharat Líbanon kryddblanda frá Kryddhúsinu Smá salt Aðferð: Skerið sætu kartöflurnar langsum í tvennt, setjið á bökunarpappír á bökunarplötu með opnu hliðina upp. Dreifið olíunni yfir sætu kartöflurnar og kryddið með kryddblöndunni og salti. Bakið í 200 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 30 mín. Hrærður „Whipped” bleikur salatostur (fetaostur) 1 krukka laktósafrír salatostur frá Arna (hellið olíunni af) 1-2 rauðrófur (fer eftir stærð) flysjaðar og skornar í bita ca. 100-150 gr 1/2 msk cumin duft Sett í matvinnsluvél og hrært saman þar til blandan er orðin silkimjúk. Tómat, epla og basilsalsa 2 tómatar skornir í litla bita 1 epli kjarnhreinsað og skorið í litla bita 1 hvítlauksrif, pressað 1/2 box fersk basílíka 4 msk ristaðar kasjúhnetur með chili, saxaðar gróft Salt & pipar 1/2 dós kjúklingabaunir (vatni hellt af) 2 msk gott pestó Aðferð: Byrjið á að blanda kjúklingabaununum við pestóið. Hrærið svo öllu saman í stóra skál Marineraður rauðlaukur „Þennan á ég alltaf inni í ísskáp því ég elska að poppa upp hvaða mat sem er með þessum marineraða lauk.“ Hráefni: 1 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar á mandólíni 2 msk rifin rauðrófa 1 bolli hvítt edik 1 bolli vatn 1 msk hrásykur 1 msk sjávarsalt 1 tsk rósapiparkorn Aðferð: Setjið laukinn, rauðrófu og piparkornin í krukku Hitið edik, vatn, sykur og salt í meðalstórum potti við meðalhita. Hrærið þar til sykurinn og saltið eru búin að leysast upp, um það bil 1 mínútu. Látið kólna og hellið yfir laukinn. Setjið til hliðar til að kæla niður í stofuhita. Geymið síðan laukinn í ísskáp, í allt að þrjár vikur. Setjið réttinn saman Toppið hverja sæta kartöflusneið með hrærða bleika salatostinum, dreifið svo jafnt úr salsanu þar ofan á og toppið svo með marineruðum rauðlauk og jafnvel smá sítrónuolíu og salti. Föstudagur „Pizzukvöld eru heilög stund á föstudögum hjá okkur en þá sér maðurinn minn og dóttur okkar um eldamennskuna. Ég geri stundum hrökkbrauðspizzurnar mínar í forrétt með matarmiklu salati.“ Jana Skotheld uppskrift af góðu pizzudegi Hráefni: 1 ½ bolli auk 1 matskeið (368 grömm) volgu vatni 1 hrúga teskeið (3 ½ grömm) þurrger 5 ¼ bollar (613 grömm) "00" hveiti, auk auka til að nota við pizzubotnagerðina 3 teskeiðar (18 grömm) sjávarsalt Aðferð: Byrjið á því að blanda vatni og þurrgeri saman og hræra vel þar til blandan freyðir örlítið. Setjið hnoðarann á hrærivélina og látið hnota á hægum hraða. Blandið hveiti og salti saman. Bætið vatns- og gerblöndunni rólega út í. Þegar allt er orðið vel blandað, látið vélina hnoða áfram í um 10 mínútur. Þekið skálina með plastfilmu eða rökum klút og látið deigið hefast í 1-2 klst. Frækex „Pizzur“ með pestói, grænmeti og ávöxtum Jana Hráefni: 1 ½ bolli hörfræ 1 bolli sesamfræ ½ bolli graskersfræ ½ bolli sólblómafræ ½ bolli möndluduft 1 msk. óreganó 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk. sjávarsalt Smá af cayenne pipar eða svartur pipar Ca. 2 bollar af vatni Aðferð: Öllu blandað vel saman í skál og látið bíða í 2-3 klst. eða þar til að blandan er vel klístruð saman. Næst takið þið blönduna og þrýstið deiginu á pappírsklædda ofnplötu. Ég nota alltaf auka bökunarpappír til að þrýsta deiginu vel niður til að það verði alveg þunnt. Bakið eða þurrkið í ofni við 160 gráður í allt að 40 mínútur þar til kexið hefur þornað. Tékkið reglulega á því og snúið deiginu við eftir ca 30 mín. Það má gjarnan leika sér með kryddin í þessu kexi. Rautt pestó 2 stk ferskir tómatar 1,5 dl sólþurrkaðir tómatar 1 epli fræhreinsað 1-2 gulrætur 1/4 rauðlaukur 2 steinlausar döðlur 2 tsk óreganó 1/2 tsk chili pipar eða meira (mér finnst best að hafa þetta vel kryddað) 1/2 tsk sjávarsalt Blandið öllu saman í matvinnsluvél. Jana „Toppaðu frækexið með pestói, spínati eða klettasalati, jarðarberjum, avókadó, mangó, hnetum, fræjum og jafnvel rifnum parmesan osti eða öðru sem þig langar í.“ Laugardagur Grilluð Bleikja með möndlum, kókos og litríku salsa Hráefni: 600 gr bleikjuflök 70 gr möndlur, saxaðar 1/2 msk rifið ferskt engifer, ca 3 cm bútur Safi og börkur úr 1 sítrónu 1/3 rauður chili, fínt saxaður 2 stk vorlaukur, saxaður 3 msk akasíuhunang 3 msk ristuð sesamolía 3 msk blönduð sesamfræ (svört og hvít eða bara hvít) 1 og 1/2 msk tamarisósa 1/3 bolli ristaðar kókosflögur 1/3 bolli ólífuolía Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið bleikjuflökin í eldfast mót. Öllu nema bleikjuflökunum blandað saman í skál og borið næst á bleikjuna. Látið standa í ca 30 mín i kæli og setjið svo inn í heitann ofn í 12-14 mínútur eða þar til allt er orðið vel gyllt á litinn og bleikjan elduð. Frábært að bera fram með góðu og fersku salsa eins og til dæmis með papriku, tómat, mangó og basil salsa Papriku, tómat, mangó og basil salsa 2 paprikur, kjarnhreinsaðar og skornar í litla teninga - smá olífuolía, salt og chili flögur 3 tómatar, skornir í litla bita 2 mangó, flysjað og skorið í litla bita 1/3 rauðlaukur skorin í þunnar sneiðar ( marineraður í 30 min í edik/ edil svo hellt af) 1/2 bolli granateplafræ 1/2 búnt basil, gróft saxað 1/2 búnt kóríander, gróft saxað Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið papriku bitana á bökunnarpappírs klædda ofnplötu, hellið smá ólífuolíu , salt og chili flögum og bakið í um 20 mínútur. Dressing 3 msk ólífuolía 2 msk sítrónusafi 1 tsk akasíhunang Salt & pipar Setjið allt fyrir dressinguna í krukku, lokið og hrisstið vel saman Sunnudagur Unaðsleg sveppa- og timíansúpa með salati „Dásamleg súpa sem er frábær með hvítlauksbrauði.“ Jana Hráefni: 700 gr sveppir 1 laukur 2 hvítlauksrif 2 selerístilkar 1 msk þurrkað timían 3 msk ólífuolía 2 dósir kókosmjólk 600 ml grænmetiskraftur (vatn og grænmetisteningar) Aðferð: Saxið laukinn og selerí smátt. Steikið sveppi, lauk, hvítlauk, sellerí og timían í nokkrar mínútur í stórum potti í ólífuolíunni. Bætið kókosmjólk og grænmetissoði í pottinn og látið sjóða við vægan hita í ca 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá salti út í eða grænmetiskrafti. Maukið súpuna í lokin með töfrasprota þar til hún verður flauelsmjúk. Gull kínóasalat með grilluðu rótargrænmeti og gulldressingu Jana Hráefni: 1 bolli kínóa 2 bollar vatn 1 msk Indverskt karrýduft Smá salt Smá svartur pipar 1 msk kókosolía Aðferð Setjið allt saman í pott og hrærið vel saman, fáið suðuna upp, lækkið undir pottinum og látið malla þannig í nokkrar mínútur, slökkvið svo undir og lokið pottinum og bíðið í ca 20 mín eða þar til kínóað er tilbúið. Grænmeti 500 gr sætar kartöflur, þvegnar og skornar í litla bita 4 gulrætur skornar í litla bita 2-3 msk steikingarolía frá Muna Sítrónupipar Indverskt karrýduft Salt, chiliflögur Allt saman á bökunarplötu með bökunarpappír, blandað vel saman og dreift vel úr og því næst bakað. Bakið í ca. 20-25 min í 200 gráðu heitum ofni. Takið út og kælið. Gull sólblómafræ Hráefni: 2/3 bolli sólblómafræ frá Muna 2 tsk tamari eða sojasósa 1/2 tsk túrmerikduft 1 tsk akasíuhunang frá Muna Aðferð: Hrærið vel saman og hitið í ofni í ca 5 mín eða þar til sólblómafræin eru orðin gullin. Gott að setja í ofninn á meðan sætu kartöflurnar og gulræturnar bakast. (Fylgist með að fræinn brenni ekki). Önnur hráefni í salatinu: 10 stk steinlausar döðlur, skornar í litla bita 1-2 apríkósur eða nektarínur, skornar í litla bita 1/2 box af kóríander saxað gróft 3 msk graskersfræ 1/2 bolli gullsólblómafræ Gull Dressing Hráefni: 2/3 bolli góð ólífuolía Safi úr 1/2 sítrónu 1 msk akasíuhunang eða önnur sæta 1 tsk gullkryddblanda 1/2 tsk svartur pipar 1/4 tsk salt Smá chiliflögur Setjið í krukku og hristið saman eða setjið í skál og hrærið vel saman. Blandið öllum hráefnum saman í stóra skál, gull kínóa, bökuðu sætu kartöflunum og gulrótunum, döðlum, nektarínum, kóríander og fræjum. Toppið svo með gulldressingunni og jafnvel smá sítrónuberki og sjávarsalti. Fyrir áhugasama má nálgast fleiri uppskriftir á Instagram og vefsíðunni Jana.is
Uppskriftir Heilsa Matseðill vikunnar Matur Súpur Tengdar fréttir Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku. 3. apríl 2024 15:00 Grænn og vænn mánudagsdrykkur Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna. 11. mars 2024 15:23 Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum. 8. mars 2024 10:01 Ómótstæðilegir espresso orkubitar Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 5. mars 2024 15:40 Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan. 6. febrúar 2024 13:30 Gul súpa fyrir gula viðvörun Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 31. janúar 2024 10:22 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Frískandi sítrónu-mangóískaka að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur birti uppskrift að ljúffengri og frískandi sítrónu-mangóísköku á Instragram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna af hollari gerðinni og því óhætt að gæða sér á henni með góðri samvisku. 3. apríl 2024 15:00
Grænn og vænn mánudagsdrykkur Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna. 11. mars 2024 15:23
Girnilegar og litríkar salatskálar að hætti Jönu Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum. 8. mars 2024 10:01
Ómótstæðilegir espresso orkubitar Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 5. mars 2024 15:40
Heitur eplahleifur á köldum þriðjudegi Á köldum dögum sem þessum má leita ýmissa leiða til þess að hlýja sér og myndu sumir segja að í eldhúsinu megi finna hlýjuna. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum en nýlegasta uppskriftin er heitur eplahleifur sem hún segir dásamlegan. 6. febrúar 2024 13:30
Gul súpa fyrir gula viðvörun Í kuldanum leitar fólk oft fjölbreyttra leiða til að fá hlýju í kroppinn, hvort sem það er með lögum af yfirhöfnum, einhverju heitu í magann eða öðru. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið súpuuppskrift sem svo skemmtilega vill til að er gul á litinn, í stíl við gula viðvörun dagsins. 31. janúar 2024 10:22