Hvers vegna styð ég Baldur? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 12. apríl 2024 14:00 Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Ég starfaði með Baldri Þórhallssyni í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í nær tvo áratugi. Þar kynntist ég Baldri og mannkostum hans vel, en hann er heilsteyptur, góðviljaður og hefur ríka réttlætiskennd eins og sést á ýmsum þeim málefnum sem hann vill leggja áherslu á, verði hann kjörinn forseti. Baldur er auk þess afar vel að sér í íslenskum stjórn- og þjóðmálum, alþjóðastjórnmálum og sögu Íslands, sem er mikilvægt þegar kemur að embætti forseta Íslands. Þá er hann fyrirmyndar samstarfsmaður, sinnir starfi sínu mjög vel, og hlaut fyrir störf sín sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands á síðasta vetri. Hann er ekki bara afar vinsæll kennari, heldur hefur Baldur sýnt mikinn metnað fyrir hönd stjórnmálafræðideildar og lagt sitt af mörkum til sameiginlegra markmiða og uppbyggingar deildarinnar. Eins og fram kemur í frétt á vef Háskóla Íslands, sem vísað er í hér að ofan og rituð var í tilefni áðurnefndrar starfsviðurkenningar, hefur Baldur náð miklum árangri á því sviði stjórnmálafræðinnar sem hann hefur helgað sínar rannsóknir og um það segir m.a.: „Baldur er í dag einn af fremstu fræðimönnum á sviði smáríkjafræða (e. small state studies) og hefur birt tugi greina í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, auk þess að skrifa og ritstýra nokkrum bókum sem fjalla um efnið.“ Þá segir enn fremur að hann hafi ætíð lagt ríka áherslu á að taka Ísland inn í rannsóknir sínar um smáríki í alþjóðasamfélaginu og lagt mikið af mörkum til rannsókna á utanríkisstefnu Íslands. -Reynsla og þekking sem mun nýtast vel, nái hann kjöri sem næsti forseti lýðveldisins. Einnig er bent á að Baldur hafi gefið tugum nemenda Háskóla Íslands tækifæri til að stunda rannsóknir með því að ráða þá sem aðstoðarmenn og stofnað Rannsóknasetur um smáríki (e. Centre for Small State Studies) árið 2002 - en setrið hefur orðið eitt af lykil rannsóknasetrum á sviði smáríkjafræða og fengið ótal erlenda styrki og viðkenningar fyrir rannsóknir og kennslu. Baldur yrði alþýðlegur og farsæll forseti sem við værum stolt af - og ekki skemmir Felix Bergsson fyrir, lífsförunautur Baldurs. Höfundur er fv. forstöðumaður og aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun