Trump lætur reyna á þagnarskylduna Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 14:11 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mætir í dómsal í New York á mánudaginn. AP/Mary Altaffer Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. Í færslu sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær fór Trupm hörðum orðum um Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmann hans til langs tíma, og Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu og leikstjóra. Kallaði hann þau drulludela og sagði að „lygar þeirra og dylgjur“ hefðu kostað Bandaríkin mikið. Þetta sagði hann þegar hann teildi færslu frá Michael Aventatti, fyrrverandi lögmanni Daniels, sem hefur verið dæmdur fyrir fjárkúgun og fjárdrátt, svo eitthvað sé nefnt. Færsla Trumps á Truth Social. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Réttarhöldin eiga að hefjast þann 15. apríl, þegar kviðdómendaval hefst. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn svo í upphaf apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Skipun Merchans fór ekki nákvæmlega út í það hvurslags ummæli Trump var bannað láta frá sér um vitni í málinu að öðru leyti en að hann mætti ekki fjalla um aðkomu þeirra að rannsókn málsins eða réttarhöldunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki er ljóst hvort Merhcan muni bregðast við ummælunum og þá hvernig en bæði Cohen og Daniels eru talin líkleg til að bera vitni við réttarhöldin þar sem þau hafa bæði umfangsmikla aðkomu að því. Einn sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við telur að Trump muni halda því fram að hann hafi ekki verið að tjá sig um aðkomu þeirra að réttarhöldunum heldur þeirra persónur. Annar sagði þó að með ummælunum væri Trump að kalla tvö möguleg vitni gegn sér lygara og það væri nákvæmlega það sem dómarinn hefði viljað koma í veg fyrir. Markmiðið væri að reyna að koma í veg fyrir möguleg áhrif á kviðdómendur í málinu. Daniels hefur áður sagt að hún hafi orðið fyrir áreiti frá stuðningsmönnum Trumps og sakað hann um að eggja þá áfram. Stormy Daniels hefur sagt frá áreiti sem hún hafi orðið fyrir frá stuðningsmönnum Trumps og hefur sakað hann um að eggja þá áfram.AP/Markus Schreiber Aldrei refsað fyrir hörð ummæli Fjölmargar færslur Trumps á Truth Social fjalla um „spillta“ saksóknara og það að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi verið vopnvætt gegn Trump. Hann varpar frá sér sambærilegum ummælum í öllum ræðum sem hann heldur og í mörgum viðtölum. Hann hefur talað illa um dómara, fjölskyldumeðlimi þeirra og fjölmarga aðra en honum hefur þó aldrei verið refsað af dómurum vegna þessara ummæla. Í frétt Politico er vísað til annars manns sem heitir Donald en hann stóð fyrir um fimmtán árum frammi fyrir ákærum í Texas. Hann sat í borgarstjórn Dallas og var sakaður um mútuþægni. Skömmu fyrir réttarhöldin fór Donald Hill í sjónvarpsviðtal þar sem hann gagnrýndi málaferlin, sagði ákærurnar gegn sér innihaldslausar og sagði málaferlin pólitísks eðlis. Honum var snarlega refsað af dómaranum í málinu fyrir að reyna að hafa áhrif á kviðdómendur, dæmdi hann fyrir að vanvirða réttinn og skikkaði hann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu. Eins og fram kemur í grein Politico eru ummæli Trumps ítrekað mun alvarlegri en ummæli Hills en dómarar hafa aldrei gripið til aðgerða gegn honum. Í greininni eru dregnar líkur að því að ekki nokkur annar Bandaríkjamaður hefði fengið jafn mikið svigrúm og Trump og er vísað til þess að dómarar óttist mögulega að virðast reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2024 22:32 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna. 8. apríl 2024 09:56 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Í færslu sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær fór Trupm hörðum orðum um Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmann hans til langs tíma, og Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu og leikstjóra. Kallaði hann þau drulludela og sagði að „lygar þeirra og dylgjur“ hefðu kostað Bandaríkin mikið. Þetta sagði hann þegar hann teildi færslu frá Michael Aventatti, fyrrverandi lögmanni Daniels, sem hefur verið dæmdur fyrir fjárkúgun og fjárdrátt, svo eitthvað sé nefnt. Færsla Trumps á Truth Social. Umrætt dómsmál er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og snýr í stuttu máli sagt að því þegar Cohen greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Réttarhöldin eiga að hefjast þann 15. apríl, þegar kviðdómendaval hefst. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, múlbatt Trump fyrst í mars og herti úrskurð sinn svo í upphaf apríl. Upprunalega bannaði dómarinn Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum en bætti svo dóttur sinni við listann, þar sem Trump hafði farið með falskar yfirlýsingar um hana á Truth Social. Skipun Merchans fór ekki nákvæmlega út í það hvurslags ummæli Trump var bannað láta frá sér um vitni í málinu að öðru leyti en að hann mætti ekki fjalla um aðkomu þeirra að rannsókn málsins eða réttarhöldunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ekki er ljóst hvort Merhcan muni bregðast við ummælunum og þá hvernig en bæði Cohen og Daniels eru talin líkleg til að bera vitni við réttarhöldin þar sem þau hafa bæði umfangsmikla aðkomu að því. Einn sérfræðingur sem blaðamenn AP ræddu við telur að Trump muni halda því fram að hann hafi ekki verið að tjá sig um aðkomu þeirra að réttarhöldunum heldur þeirra persónur. Annar sagði þó að með ummælunum væri Trump að kalla tvö möguleg vitni gegn sér lygara og það væri nákvæmlega það sem dómarinn hefði viljað koma í veg fyrir. Markmiðið væri að reyna að koma í veg fyrir möguleg áhrif á kviðdómendur í málinu. Daniels hefur áður sagt að hún hafi orðið fyrir áreiti frá stuðningsmönnum Trumps og sakað hann um að eggja þá áfram. Stormy Daniels hefur sagt frá áreiti sem hún hafi orðið fyrir frá stuðningsmönnum Trumps og hefur sakað hann um að eggja þá áfram.AP/Markus Schreiber Aldrei refsað fyrir hörð ummæli Fjölmargar færslur Trumps á Truth Social fjalla um „spillta“ saksóknara og það að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi verið vopnvætt gegn Trump. Hann varpar frá sér sambærilegum ummælum í öllum ræðum sem hann heldur og í mörgum viðtölum. Hann hefur talað illa um dómara, fjölskyldumeðlimi þeirra og fjölmarga aðra en honum hefur þó aldrei verið refsað af dómurum vegna þessara ummæla. Í frétt Politico er vísað til annars manns sem heitir Donald en hann stóð fyrir um fimmtán árum frammi fyrir ákærum í Texas. Hann sat í borgarstjórn Dallas og var sakaður um mútuþægni. Skömmu fyrir réttarhöldin fór Donald Hill í sjónvarpsviðtal þar sem hann gagnrýndi málaferlin, sagði ákærurnar gegn sér innihaldslausar og sagði málaferlin pólitísks eðlis. Honum var snarlega refsað af dómaranum í málinu fyrir að reyna að hafa áhrif á kviðdómendur, dæmdi hann fyrir að vanvirða réttinn og skikkaði hann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu. Eins og fram kemur í grein Politico eru ummæli Trumps ítrekað mun alvarlegri en ummæli Hills en dómarar hafa aldrei gripið til aðgerða gegn honum. Í greininni eru dregnar líkur að því að ekki nokkur annar Bandaríkjamaður hefði fengið jafn mikið svigrúm og Trump og er vísað til þess að dómarar óttist mögulega að virðast reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í nóvember. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2024 22:32 Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24 Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna. 8. apríl 2024 09:56 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17
Í steininn fyrir að stela dagbók dóttur Bandaríkjaforseta Dómari í New York-ríki Bandaríkjanna hefur dæmt konu, Aimee Harris, í mánaðar fangelsi fyrir að stela dagbók og öðrum persónulegum munum í eigu Ashley Biden, dóttur Joe Biden Bandaríkjaforseta. 10. apríl 2024 22:32
Fyrrverandi fjármálastjóri Trump dæmdur í fangelsi aftur Dómari í New York dæmdi Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, í fimm mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni í máli gegn Trump. Þetta er í annað skiptið sem Weisselberg hlýtur fangelsisdóm á skömmum tíma. 10. apríl 2024 15:24
Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna. 8. apríl 2024 09:56