„Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 16:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði Grindavíkur sem hefur leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Sigurjón Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum. Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Í beinni: Fram - Afturelding | Afturelding ætlar á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira