„Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 16:01 Ólafur Ólafsson er fyrirliði Grindavíkur sem hefur leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Vísir/Sigurjón Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavíkurliðinu hefja leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld og eiga heimaleik. Þetta er samt öðruvísi heimaleikur en þeir eru vanir í úrslitakeppni því leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaganum. Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Grindvíkingar gerðu vel í að ná öðru sæti í deildinni en þurfa engu að síður að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls í átta liða úrslitunum. Ólafur hitti Val Pál Eiríksson í dag og ræddi leikinn við Stólana í Smáranum í kvöld. Hvernig eru taugarnar? „Þær eru bara góðar. Þetta er bara spenna og tilhlökkun aðallega. Við erum klárir í slaginn,“ sagði Ólafur Ólafsson Þetta er vel mannað lið Hvernig er að mæta Íslandsmeisturum Tindastóls strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar? „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er vel mannað lið. Við getum ekki verið að vanmeta þá þótt þeir hafi endað neðar en við. Við verðum að hugsa um okkar sjálfa og mæta klárir til leiks og sjá hvað það fleytir okkur,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavíkurliðið komst á mikla siglingu í seinni hluta deildarkeppninnar. „Eftir áramót þá gekk okkur vel og við vonum að við náum að fylgja þessu eftir og koma inn í úrslitakeppnina á siglingu. Til þess að gera það þá þurfum við að mæta klárir og fókuseraðir í þetta verkefni sem er fram undan núna,“ sagði Ólafur. Frábært að fá að vera hérna Eru þeir búnir að venjast því að heimavöllurinn sé í Smáranum í Kópavogi? „Já, já. Það væri gaman að vera heima að spila en það er frábært að fá að vera hérna. Þakklæti til Breiðabliks fyrir að leyfa okkur að vera hérna í vetur. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og við erum búnir að venjast þessu núna,“ sagði Ólafur. Klippa: Við erum með vind í seglunum Ólafur viðurkennir að ástandið í Grindavík hefði vel getað þýtt að liðið hefði lent í meiri vandræðum innan vallar en raunin varð. Erum með vind í seglunum „Við náðum heldur betur að snúa þessu við og erum með vind í seglunum,“ sagði Ólafur. Hann og aðrir Grindvíkingar hafa ekki átt neinn venjulegan vetur. „Þetta er búið að vera leiðinlegt, gaman, erfitt og er búið að taka mikið á andlega og líkamlega heilsu. Þetta er búið að vera svolítið svona hvað ef vetur. Það var skemmtilegra að fá að vinna svona marga leiki í röð heldur en að tapa nokkrum og vinna nokkra. Gengið bjargaði sálartetrinu aðeins hjá okkur,“ sagði Ólafur. Finnur hann fyrir pressu á Grindvíkurliðinu komandi inn í þessa úrslitakeppni? Okkur líður bara mjög vel „Já og nei. Það eru allir að tala um að okkur líði ekkert vel og eitthvað svona dótarí. Okkur líður bara mjög vel og við setjum bara pressu á okkur sjálfa sem er bara gott. Við finnum ekkert fyrir einhverri aukapressu að utan. Við erum bara klárir,“ sagði Ólafur. Er stefnan sett á þann stóra? „Jú að sjálfsögðu. Það er gert á hverju einasta tímabili. Það voru níu önnur lið sem ætluðu að gera það líka. Við tökum einn dag í einu og einn leik í einu. Sjáum síðan til hvert það kemur okkur,“ sagði Ólafur.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira