Samþykktu loks frumvarp um herkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 11:52 Meðlimir herdeildar úkraínska hersins sem inniheldur að mestu rússneska menn, við þjálfun í Úkraínu. AP/Efrem Lukatsky Úkraínska þingið samþykkti í morgun nýtt frumvarp um það hvernig haldið er utan herkvaðningu. Frumvarpið hefur verið til umræðu í þinginu í marga mánuði og tekið umfangsmiklum breytingum. Lögin þykja óvinsæla en fela meðal annars í sér að lækka lágmarksaldur herkvaðningar úr 27 árum í 25 ár og auðvelda yfirvöldum að kveðja menn í herinn. Úkraínumenn eiga undir högg að sækja þessa dagana þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt fram. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Forsvarsmenn úkraínska hersins lýstu því yfir undir lok síðasta árs að þeir þyrftu um hálfa milljón hermanna en nú hafa nýir menn tekið við stjórn hersins og segja þörfina ekki svo mikla, þó hún sé mikil. Margir hermenn hafa verið á víglínunni í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur gengið erfiðlega að skipta þeim út til að hvíla þá. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Þessi hvíldartími hefur dregist verulega saman og hafa hermenn sagt að ekki sé óvanalegt að nú verji þeir mánuði á víglínunni og fái svo einungis fjögurra daga hvíld. Þúsundir karlmanna í Úkraínu hafa einnig komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða beita öðrum leiðum. Fjarlægðu ákvæði um lausn frá herkskyldu Meðal þess sem deilt hefur verið um varðandi frumvarpið er hvaða leiðir eigi að fara varðandi það að leyfa kvaðmönnum að hætta í hernum. Frumvarpið var samþykkt eftir að varnarmálanefnd þingsins fjarlægði ákvæði sem hefði tryggt kvaðmönnum lausn eftir 36 mánuði á víglínunni. Leiðtogar Úkraínu höfðu lofað slíku ákvæði en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að það hafi verið fjarlægt vegna þess hve erfitt hefði verið að framkvæma það. Úkraínumenn skortir þegar vel þjálfaða og reynslumikla hermenn og hefði ákvæðið leitt til frekari skorts í þeim efnum. Varnarmálanefndin sagði starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Úkraínu þó að skrifa drög að frumvarpi um lausn frá herkvaðningu á næstu mánuðum. Skortur Úkraínumanna snýr að mestu að fótgönguliði. Meirihluta þeirra hermenna sem fallið hafa í átökum við Rússa hafa tilheyrt fótgönguliði og hefur verið deilt um það hvernig leysa eigi kvaðmenn frá þjónustu. Flestir fótgönguliðar sem hafa verið kvaddir í herinn hafa ekki haft neina leið til að snúa aftur heim án þess að særast verulega eða falla. Ein af ástæðum þess hve langan tíma það hefur tekið að samþykkja frumvarið er hve illa hefur gengið að leysa úr þessu. Nú virðist sem ekki hafi verið leyst úr vandamálinu, heldur hafi því verið frestað um minnst átta mánuði. Lítið til af ungum mönnum Meðalaldurinn í úkraínska hernum hefur verið mjög hár um langt skeið. Talið er að um milljón manna þjóni í úkraínska hernum og eins og áður segir eru margir þeirra verulega þreyttir eftir langvarandi átök. Þá er óljóst hve vel Úkraínumönnum muni ganga að fylla upp í raðir sínar, þar sem ríkið skorti fyrir unga menn. Kynslóð manna milli tvítugs og þrítugs er ein minnsta kynslóðin í nútímasögu Úkraínu. Fæðingartíðni lækkaði í flestöllum ríkjum Sovétríkjanna eftir að þau féllu árið 1991. Hagkerfi biðu mikla hnekki og dánartíðni hækkaði. Framtíð úkraínskra fjölskyldna var óljós og fækkaði fæðingum töluvert. Meira en í Rússlandi þar sem þjóðin er einnig um fjórum sinnum stærri en sú úkraínska, samkvæmt frétt New York Times. Árið 1991 eignuðust úkraínskar konur að meðaltali 1,9 börn. Áratug síðar hafði hlutfallið lækkað í 1,1 börn á hverja konu. Talið er að fæðingartíðni hafi einnig minnkað um helming frá 2021 til 2023, vegna innrásar Rússa. Margir af úkraínskum mönnum milli tvítugs og þrítugs hafa þegar gengið sjálfviljugir til liðs við herinn eða vinna mikilvæg störf sem gera þá undanþegna herþjónustu. Úkraínskir hermenn að ljúka þjálfun í september.AP/Efrem Lukatsky Sérfræðingar búast við því að Rússar muni gefa í þegar sumarið nálgast og að árásir þeirra á jörðu niðri muni stækka og þeim fjölga. Hvort Úkraínumenn geti fyllt upp í raðir sínar fyrir það er óljóst. Fyrst þarf að kveðja menn í herinn og svo þarf að þjálfa þá og undirbúa fyrir víglínuna. Þetta ferli getur tekið marga mánuði og því meiri tíma sem það tekur, því betur eiga mennirnir að vera tilbúnir fyrir átök. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Úkraínumenn eiga undir högg að sækja þessa dagana þar sem Rússar hafa verið að sækja hægt fram. Skotfæraleysi fyrir stórskotalið hefur plagað úkraínska hermenn, sem hafa þó látið Rússa gjalda fyrir framsókn þeirra. Forsvarsmenn úkraínska hersins lýstu því yfir undir lok síðasta árs að þeir þyrftu um hálfa milljón hermanna en nú hafa nýir menn tekið við stjórn hersins og segja þörfina ekki svo mikla, þó hún sé mikil. Margir hermenn hafa verið á víglínunni í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og hefur gengið erfiðlega að skipta þeim út til að hvíla þá. Fyrr í stríðinu gátu hermenn búist við því að verja um tveimur vikum á víglínunni og fá svo viku hvíld. Þessi hvíldartími hefur dregist verulega saman og hafa hermenn sagt að ekki sé óvanalegt að nú verji þeir mánuði á víglínunni og fái svo einungis fjögurra daga hvíld. Þúsundir karlmanna í Úkraínu hafa einnig komist hjá herkvaðningu með því að flýja land eða beita öðrum leiðum. Fjarlægðu ákvæði um lausn frá herkskyldu Meðal þess sem deilt hefur verið um varðandi frumvarpið er hvaða leiðir eigi að fara varðandi það að leyfa kvaðmönnum að hætta í hernum. Frumvarpið var samþykkt eftir að varnarmálanefnd þingsins fjarlægði ákvæði sem hefði tryggt kvaðmönnum lausn eftir 36 mánuði á víglínunni. Leiðtogar Úkraínu höfðu lofað slíku ákvæði en samkvæmt AP fréttaveitunni er talið að það hafi verið fjarlægt vegna þess hve erfitt hefði verið að framkvæma það. Úkraínumenn skortir þegar vel þjálfaða og reynslumikla hermenn og hefði ákvæðið leitt til frekari skorts í þeim efnum. Varnarmálanefndin sagði starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Úkraínu þó að skrifa drög að frumvarpi um lausn frá herkvaðningu á næstu mánuðum. Skortur Úkraínumanna snýr að mestu að fótgönguliði. Meirihluta þeirra hermenna sem fallið hafa í átökum við Rússa hafa tilheyrt fótgönguliði og hefur verið deilt um það hvernig leysa eigi kvaðmenn frá þjónustu. Flestir fótgönguliðar sem hafa verið kvaddir í herinn hafa ekki haft neina leið til að snúa aftur heim án þess að særast verulega eða falla. Ein af ástæðum þess hve langan tíma það hefur tekið að samþykkja frumvarið er hve illa hefur gengið að leysa úr þessu. Nú virðist sem ekki hafi verið leyst úr vandamálinu, heldur hafi því verið frestað um minnst átta mánuði. Lítið til af ungum mönnum Meðalaldurinn í úkraínska hernum hefur verið mjög hár um langt skeið. Talið er að um milljón manna þjóni í úkraínska hernum og eins og áður segir eru margir þeirra verulega þreyttir eftir langvarandi átök. Þá er óljóst hve vel Úkraínumönnum muni ganga að fylla upp í raðir sínar, þar sem ríkið skorti fyrir unga menn. Kynslóð manna milli tvítugs og þrítugs er ein minnsta kynslóðin í nútímasögu Úkraínu. Fæðingartíðni lækkaði í flestöllum ríkjum Sovétríkjanna eftir að þau féllu árið 1991. Hagkerfi biðu mikla hnekki og dánartíðni hækkaði. Framtíð úkraínskra fjölskyldna var óljós og fækkaði fæðingum töluvert. Meira en í Rússlandi þar sem þjóðin er einnig um fjórum sinnum stærri en sú úkraínska, samkvæmt frétt New York Times. Árið 1991 eignuðust úkraínskar konur að meðaltali 1,9 börn. Áratug síðar hafði hlutfallið lækkað í 1,1 börn á hverja konu. Talið er að fæðingartíðni hafi einnig minnkað um helming frá 2021 til 2023, vegna innrásar Rússa. Margir af úkraínskum mönnum milli tvítugs og þrítugs hafa þegar gengið sjálfviljugir til liðs við herinn eða vinna mikilvæg störf sem gera þá undanþegna herþjónustu. Úkraínskir hermenn að ljúka þjálfun í september.AP/Efrem Lukatsky Sérfræðingar búast við því að Rússar muni gefa í þegar sumarið nálgast og að árásir þeirra á jörðu niðri muni stækka og þeim fjölga. Hvort Úkraínumenn geti fyllt upp í raðir sínar fyrir það er óljóst. Fyrst þarf að kveðja menn í herinn og svo þarf að þjálfa þá og undirbúa fyrir víglínuna. Þetta ferli getur tekið marga mánuði og því meiri tíma sem það tekur, því betur eiga mennirnir að vera tilbúnir fyrir átök.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44 Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21 Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14 Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Grossi varar við drónaárásum á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur fordæmt drónaárásir á einn af sex kjarnakljúfum Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu 8. apríl 2024 06:44
Dæmd í þrælkunarvinnu fyrir að þykjast pota í brjóst Móðurlandsins Rússnesk kona hefur verið dæmd til tíu mánaða þrælkunarvinnu fyrir að þykjast snerta brjóst styttu í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Konan er frá borginni Samara en í júlí í fyrra birti hún myndband á Instagram þar sem hún otar fingri að styttu sem kallast „Móðurlandið kallar“. 5. apríl 2024 16:21
Felldu þrjá slökkviliðsmenn með drónum í Karkív Að minnsta kosti fjórir létu lífið í nótt þegar sjálfsprengidrónum var flogið á tvö fjölbýlishús og orkuver í Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Rússar hafa látið sprengjum rigna yfir borgina á undanförnum vikum og valdið þar miklum skemmdum og mannfalli. 4. apríl 2024 15:14
Bendla umdeilda rússneska sveit við Havana-heilkennið Á undanförnum árum hafa nokkrum sinnum átt sér stað atvik þar sem bandarískir og kanadískir embættismenn og erindrekar verða fyrir óútskýrðum heilbrigðisvandamálum. Heyrnartap, ógleði, svimi og miklir höfuðverkir eru meðal þess sem fólk hefur fundið fyrir en fyrstu tilfellin greindust í sendiráði Bandaríkjanna í Havana á Kúbu. 3. apríl 2024 08:01