Hvar eiga krakkarnir að búa núna? Indriði Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 11:30 Við Píratar héldum á dögunum málþing um húsnæðismál með það fyrir augum að velta upp spurningunni hvað við getum gert til styttri tíma? Sem og að velta því upp hvort hægt sé að stytta tímalínur og auka mögulega aðgengi að því húsnæði sem þegar er til. Við fengum til okkar góða fyrirlesara frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtökum iðnaðarins og Leigjendasamtökunumð sem lögðu hver fram sinn vinkil á vandamálinu og hvað við getum gert. Við fengum yfirferð. Það er óhætt að segja að umræðan hafi verið lífleg og fróðleg. Í lokin voru pallborðsumræður fyrirlesara og annarra góðra gesta sem gerðu efninu mjög góð skil. Ekki voru öll sammála um lausn vandans en alger samhljómur var um að vandinn er brýnn og nauðsynlegt að leysa hann. Byggjum bara meira Það er ljóst að við þurfum að byggja meira, við erum enn að súpa seyðið af þeim árum upp úr hruninu þar sem ekkert var byggt. Því miður sýna tölurnar það að við erum bara ekki að byggja nóg til að uppfylla eftirspurn og ef horft er nokkur ár fram í tímann benda tölur til að við drögumst enn meira aftur úr. En tímalína byggingaframkvæmda er bara því miður þannig að það sem við byggjum núna mun ekki nýtast fyrr en eftir nokkur ár. Börnum fækkar hlutfallslega hér á landi en öldruðum fjölgar og íbúðaþörfin eykst því stöðugt. Við þurfum því að bregðast við strax en halda uppbyggingunni áfram á sama tíma Húsnæðið er allt of dýrt Það er alveg ljóst að húsnæði er allt of dýrt. Séu síðustu tveir til þrír áratugir skoðaðir hefur húsnæði hækkað margfalt á við verðlag og stór hluti þeirrar þróunar hefur orðið á síðustu 5 árum. Þrátt fyrir að laun hafi líka hækkað umfram verðlag, og hagur þeirra sem eiga húsnæði því vænkast nokkuð, hefur húsnæðisverð hækkað margfalt á við laun. Hagstjórnarákvarðanir hafa þrýst húsnæðisverði upp umfram aðrar verðlagshækkanir. Þeim fækkar sífellt sem eignast eigið húsnæði og æ fleiri eiga tvær, þrjár eða jafnvel enn fleiri íbúðir. Byggjum vel Hvernig sem við tökumst á við vandann getum við ekki leyft okkur að draga úr gæðum húsnæðisins. Við verðum að tryggja að hvort tveggja við nýbyggingu og viðhald húsnæðis sé húsnæði hérlendis í stakk búið til að takast á við íslenska veðráttu. Því miður virðist hafa orðið rof í byggingarannsóknum í kjölfar niðurlagningar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins auk þess sem verktökum sem starfa áratugum saman og byggja mörg hús fer fækkandi og í stað þeirra koma stök verkefni byggð á undirverktöku. Hættan er sú að þetta hafi í för með sér verri gæði húsnæðis og meiri áhættu fyrir neytendur sem kaupa nýtt húsnæði. Leigjendur í afar slæmri stöðu Á Húsnæðisþinginu kom einnig fram að staða leigjenda er slæm. Mikil hækkun leigu, jafnvel mánaðarlega, lítið öryggi og leigjendur oft að flytja og geta gjarnan ekki tryggt sér húsnæði í þeim hverfum sem þeir vilja. Þetta getur haft slæm áhrif á heilsu leigjenda, valdið kvíða og komið niður á möguleikum til félagslegrar þátttöku og almenns framgangs í lífinu. Það er erfitt að þurfa að leigja húsnæði sem hentar engan veginn þegar ekkert annað býðst. Eftir því sem fleiri eignir rata til þeirra sem eiga eignir fyrir eða lögaðila stækkar sá hópur sem leigir og við verðum að tryggja komandi kynslóðum möguleikann á öruggri búsetu. Annars er hætt við að þær leiti erlendis til að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Hvað er þá til ráða? Margar tillögur komu að því hvað við ættum að gera núna. Margar liggja þegar fyrir í hvítbók um húsnæðismál, eins og: Hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu Útgreiðsla hlutdeildarlán á framkvæmdatíma, Beina húsnæðisstuðningi að tekjulágum og fyrstu kaupendum frekar en almennum kaupendum Skýra regluverk um gististarfsemi Fjölga byggingarhæfum lóðum Tímabinda uppbyggingarheimildir Styrkja tæknilega grunninnviði Aðrar tillögur snúa að byggingarumhverfi og fjármögnun framkvæmda. Til dæmis voru lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu, stytting tímalína og takmarkað aðgengi að hlutdeildarlánum gagnrýnd. Af einföldum tillögum má nefna takmarkanir á hækkun leigu, takmarkanir á skammtímaleigu, aukið aðgengi að félagslegu húsnæði og fleira. Grunnvandamálið er þó að húsnæði á ekki að vera pólitískt þrætuepli heldur þarf að vera víð samstaða á Alþingi og í sveitarstjórum um að vinna hratt og vel að lausnum. Húsnæðismarkaðurinn Sumar af tillögunum þyrfti að útfæra.Aðrar eru þegar til en munu ekki komast til framkvæmda því þær koma ekki frá réttum flokki. En allar þessar tillögur eru líklegar til að draga úr stökkbreytingu á húsnæðis og leiguverði og nauðsynlegt að við sameinumst um að koma sem flestum þeirra til framkvæmda óháð því hvaðan tillögurnar komu upprunalega. Við skuldum okkur sjálfum og komandi kynslóðum tækifæri til að búa sér heimili á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Húsnæðismál Píratar Leigumarkaður Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Við Píratar héldum á dögunum málþing um húsnæðismál með það fyrir augum að velta upp spurningunni hvað við getum gert til styttri tíma? Sem og að velta því upp hvort hægt sé að stytta tímalínur og auka mögulega aðgengi að því húsnæði sem þegar er til. Við fengum til okkar góða fyrirlesara frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtökum iðnaðarins og Leigjendasamtökunumð sem lögðu hver fram sinn vinkil á vandamálinu og hvað við getum gert. Við fengum yfirferð. Það er óhætt að segja að umræðan hafi verið lífleg og fróðleg. Í lokin voru pallborðsumræður fyrirlesara og annarra góðra gesta sem gerðu efninu mjög góð skil. Ekki voru öll sammála um lausn vandans en alger samhljómur var um að vandinn er brýnn og nauðsynlegt að leysa hann. Byggjum bara meira Það er ljóst að við þurfum að byggja meira, við erum enn að súpa seyðið af þeim árum upp úr hruninu þar sem ekkert var byggt. Því miður sýna tölurnar það að við erum bara ekki að byggja nóg til að uppfylla eftirspurn og ef horft er nokkur ár fram í tímann benda tölur til að við drögumst enn meira aftur úr. En tímalína byggingaframkvæmda er bara því miður þannig að það sem við byggjum núna mun ekki nýtast fyrr en eftir nokkur ár. Börnum fækkar hlutfallslega hér á landi en öldruðum fjölgar og íbúðaþörfin eykst því stöðugt. Við þurfum því að bregðast við strax en halda uppbyggingunni áfram á sama tíma Húsnæðið er allt of dýrt Það er alveg ljóst að húsnæði er allt of dýrt. Séu síðustu tveir til þrír áratugir skoðaðir hefur húsnæði hækkað margfalt á við verðlag og stór hluti þeirrar þróunar hefur orðið á síðustu 5 árum. Þrátt fyrir að laun hafi líka hækkað umfram verðlag, og hagur þeirra sem eiga húsnæði því vænkast nokkuð, hefur húsnæðisverð hækkað margfalt á við laun. Hagstjórnarákvarðanir hafa þrýst húsnæðisverði upp umfram aðrar verðlagshækkanir. Þeim fækkar sífellt sem eignast eigið húsnæði og æ fleiri eiga tvær, þrjár eða jafnvel enn fleiri íbúðir. Byggjum vel Hvernig sem við tökumst á við vandann getum við ekki leyft okkur að draga úr gæðum húsnæðisins. Við verðum að tryggja að hvort tveggja við nýbyggingu og viðhald húsnæðis sé húsnæði hérlendis í stakk búið til að takast á við íslenska veðráttu. Því miður virðist hafa orðið rof í byggingarannsóknum í kjölfar niðurlagningar Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins auk þess sem verktökum sem starfa áratugum saman og byggja mörg hús fer fækkandi og í stað þeirra koma stök verkefni byggð á undirverktöku. Hættan er sú að þetta hafi í för með sér verri gæði húsnæðis og meiri áhættu fyrir neytendur sem kaupa nýtt húsnæði. Leigjendur í afar slæmri stöðu Á Húsnæðisþinginu kom einnig fram að staða leigjenda er slæm. Mikil hækkun leigu, jafnvel mánaðarlega, lítið öryggi og leigjendur oft að flytja og geta gjarnan ekki tryggt sér húsnæði í þeim hverfum sem þeir vilja. Þetta getur haft slæm áhrif á heilsu leigjenda, valdið kvíða og komið niður á möguleikum til félagslegrar þátttöku og almenns framgangs í lífinu. Það er erfitt að þurfa að leigja húsnæði sem hentar engan veginn þegar ekkert annað býðst. Eftir því sem fleiri eignir rata til þeirra sem eiga eignir fyrir eða lögaðila stækkar sá hópur sem leigir og við verðum að tryggja komandi kynslóðum möguleikann á öruggri búsetu. Annars er hætt við að þær leiti erlendis til að tryggja sér öryggi í húsnæðismálum. Hvað er þá til ráða? Margar tillögur komu að því hvað við ættum að gera núna. Margar liggja þegar fyrir í hvítbók um húsnæðismál, eins og: Hærri fasteignagjöld á íbúðir sem ekki eru nýttar til búsetu Útgreiðsla hlutdeildarlán á framkvæmdatíma, Beina húsnæðisstuðningi að tekjulágum og fyrstu kaupendum frekar en almennum kaupendum Skýra regluverk um gististarfsemi Fjölga byggingarhæfum lóðum Tímabinda uppbyggingarheimildir Styrkja tæknilega grunninnviði Aðrar tillögur snúa að byggingarumhverfi og fjármögnun framkvæmda. Til dæmis voru lækkun endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu, stytting tímalína og takmarkað aðgengi að hlutdeildarlánum gagnrýnd. Af einföldum tillögum má nefna takmarkanir á hækkun leigu, takmarkanir á skammtímaleigu, aukið aðgengi að félagslegu húsnæði og fleira. Grunnvandamálið er þó að húsnæði á ekki að vera pólitískt þrætuepli heldur þarf að vera víð samstaða á Alþingi og í sveitarstjórum um að vinna hratt og vel að lausnum. Húsnæðismarkaðurinn Sumar af tillögunum þyrfti að útfæra.Aðrar eru þegar til en munu ekki komast til framkvæmda því þær koma ekki frá réttum flokki. En allar þessar tillögur eru líklegar til að draga úr stökkbreytingu á húsnæðis og leiguverði og nauðsynlegt að við sameinumst um að koma sem flestum þeirra til framkvæmda óháð því hvaðan tillögurnar komu upprunalega. Við skuldum okkur sjálfum og komandi kynslóðum tækifæri til að búa sér heimili á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Pírata
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun