Tveir greindust með kíghósta í síðustu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 06:50 Ekki hefur verið greint frá því á hvaða aldri greindu voru. Getty Tveir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu greindust með kíghósta í síðustu viku en um er að ræða fyrstu tilfellin frá árinu 2019. Útbreiðsla sjúkdómsins í heiminum hefur farið vaxandi síðustu 20 ár. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Þar segir að kíghósti greinist af og til á Íslandi og gjarnan í hrinum á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti sé alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar en hjá unglingum og fullornum einkennist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta og kvefeinkennum. Ungum börnum á fyrstu sex mánuðum ævinnar sé sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum og öndunarstoppi. Sjúkdómurinn geti dregið börn til dauða. „Smit berst á milli manna með úða frá öndunarfærum. Yfirleitt líða um 2-3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki og leit að erfðaefni bakteríunnar,“ segir á vefnum. Hér á landi séu börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett 4 og 14 ára gömul. Bóluefnið verndi ekki lengur en í tíu ár og því sé möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Barnshafandi konum sé boðin bólusetning til að verja barnið frá því að smitast fyrstu mánuði ævinnar. Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu á vef landlæknisembættisins. Þar segir að kíghósti greinist af og til á Íslandi og gjarnan í hrinum á þriggja til fimm ára fresti. Kíghósti sé alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar en hjá unglingum og fullornum einkennist sjúkdómurinn af langvarandi og þrálátum hósta og kvefeinkennum. Ungum börnum á fyrstu sex mánuðum ævinnar sé sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum og öndunarstoppi. Sjúkdómurinn geti dregið börn til dauða. „Smit berst á milli manna með úða frá öndunarfærum. Yfirleitt líða um 2-3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki og leit að erfðaefni bakteríunnar,“ segir á vefnum. Hér á landi séu börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett 4 og 14 ára gömul. Bóluefnið verndi ekki lengur en í tíu ár og því sé möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Barnshafandi konum sé boðin bólusetning til að verja barnið frá því að smitast fyrstu mánuði ævinnar.
Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira