Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 22:10 Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún segir ofbeldismenningu þrífast innan ríkisstjórnarinnar. Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira