Segir ríkisstjórn Bjarna „nýtt hræðslubandalag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. apríl 2024 20:01 „Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna,“ segir Sigmundur um ríkisstjórn Bjarna. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstæðingar eru ekki hrifnir af endurnýjuðu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist sjá litlar breytingar með endursmíðaðri stjórn sem hann kallar „hræðslubandalag“. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi Vinstri grænn, segir þá sem kusu VG hafa keypt köttinn í sekknum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 útskýrði Sigmundur að Bjarni Benediktsson hefði nefnt þrjá hluti sérstaklega sem stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Útlendingamál, orkumál, og fjármálum ríkisins væru efst á baugi. „Hvað kemur á daginn? Í útlendingamálunum þá útskýrir félagsmálaráðherra að stefnu Vinstri grænna verði fylgt í þeim málaflokki. Í orkumálunum sagði Bjarni að það ætti að hefjast aukin orkuframleiðsla, en þú nærð ekki að framleiða meiri orku á einu og hálfu ári. Ég efast um að þau muni yfir höfuð ná að setja af stað vinnu við aukna orkuframleiðslu. Og svo eru það fjármálin, og þar erum við nýjan fjármálaráðherra sem hefur engan áhuga á því að spara,“ segir Sigmundur. „Þannig ekkert af þessum megin atriðum sem voru notuð til að réttlæta þessa ríkisstjórn gengur upp. Þá er spurningin: Til hvers er þessi ríkisstjórn stofnuð? Það getur eiginlega ekki verið til annars en að sitja, halda í ráðherrastólanna. Þetta er nýtt hræðslubandalag.“ Andrés Ingi tekur undir með Sigmundi. „Þarna mætir fólk með svipað stefnuleysi og var fyrir stólaskiptin. Stóru ágreiningsmálin sem þau töluðu um síðustu daganna hafa greinilega ekki verið leidd í jörð. Þannig við horfum bara fram á þau rífast um þessi sömu mál næstu vikurnar,“ segir hann og spáir stjórnarkreppu á næstu mánuðum. „Ég held að enginn kjósandi sem setti X við V í síðustu kosningum hafi gert það til að gera Bjarna Benediktsson að forsætisráðherra. Ekki frekar en fólkið sem vildi aukna áherslu á umhverfismál í pólitík og kaus flokkinn á þeim forsendum var ánægt með að Guðlaugur Þór settist að í útvíkkað umhverfisráðuneyti,“ segir Andrés. „Þannig að fólkið sem að stendur með því að sem ég hefði haldið að væri kjarninn í þessum flokki sem einu sinni leiddi þessa ríkisstjórn virðist hafa keypt köttinn í sekknum í síðustu kosningum.“ Sigmundur segist sjá eina breytingu á þessari ríkisstjórn sem var fyrst kynnt árið 2017. „Þá var þetta ríkisstjórn með breiða skírskotun. Nú er hún kynnt sem stjórnarsamstarf í víðu samhengi. Þetta er það sem hefur náðst fram
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Píratar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira